Anderson Silva mun ekkert berjast við Machida á næstunni, ef hann gerir það þá nokkurn tíman. Þeir eru báðir meðlimir Black House Fight Team(ásamt Minotauro og nokkrum fleirum fyrrverandi BTT meðlimum) og æfa saman daglega.
Aftur á móti hefur A. Silva lýst yfir áhuga á að berjast við Liddell í 205 punda flokknum, og gæti sá bardagi þessvegna litið dagsins ljós á næsta ári þar sem Dana White hefur gefið A. Silva grænt ljós á að rokka á milli 185 og 205, svo lengi sem hann verji 185 punda titilinn sinn reglulega. Anderson vill helst berjast 4-5 sinnum á ári svo Liddell/Silva er alveg möguleiki.
Ég spái Silva sigri í þeim bardaga. Liddell er farinn að láta á sjá vegna aldurs(er 39 ára) en A. Silva er rétt að toppa núna, ef hann er þá búinn að því.