Koma sér í form…. 1,2,3,4,5 aukakíló hvaða andskotans máli skipta þau eiginlega? Fólk hefur of miklar áhyggjur af því hvað einhverjar fitumælingar og vigtir segja þeim, það getur hreinlega verið gott að hafa nokkur kíló á sér sem manni er kleift að losa sig við. Maður læknast fyrr af hverskyns meiðslum og tognunum og öðru álíka og svo gera þau manni líka hverskyns útiveru auðveldari þar sem maður kólnar ekki jafn fljótt.
Til þess að koma þér í besta mögulega form þá þarftu í sjálfu sér ekkert annað að gera heldur en þessar týpísku æfingar armbeygjur, staðlaðar magaæfingar og svo auðvitað nóg af skokki og hlaupi utandyra. Þú þarft ekki að nota aðstöðu mjölnis til þess að gera þessa hluti né nokkra aðra útleigða aðstöðu yfir höfuð.
P.s svo vil ég endilega minna fólk á það að Box/Hnefaleikar er besta bardagalistin og íþróttin, endilega að skipta yfir í eitthvað Almennilegt.