9. september hefst 6 vikna byrjenda námskeið í Muay Thai eða Thai Boxing. Þjálfarinn Henrik Nässein frá Svíþjóð mun kenna Muay thai í aðstöðu Hnefaleikastöðvarinnar að Viðarhöfða 2. Tímarnir verða 2svar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 19:30-20:30. Fyrstu 2 vikurnar er hver æfing klukkutími í senn en síðustu 4 vikurnar er hver tími 1,5 klukkutími.
Aðeins 20 manns komast að í þetta námskeið og skráning er á heimasíðu Hnefaleikastöðvarinnar www.box.is
Um Muay Thai
Muay Thai þýðir bókstaflega “Thai Boxing” á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem “Bardaglist átta útlima” vegna þess að hendur, sköflungar, olbogar og hné eru notuð mikið í þessari bardagalist. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefar) eins og í hnefaleikum.
Um Þjálfarann
Henrik Nässen er frá Svíþjóð og hefur æft Muay Thai í mörg ár. Henrik hefur keppt Svíþjóð, Finnlandi og Tælandi. Meðal móta sem hann hefur tekið þátt í eru King cup Tæland 98 og Heimsmeistaramót í Muay Thai 99 í Tælandi. Henrik var í sænska landsliðinu og var í öðru sæti á Sænska Meistaramótinu árið 98.