GSP er einfaldlega yfirburðar fighter í 170 flokknum og tók þetta með stæl. Tek samt ekkert frá Jon Fitch. Að fara allar 5 loturnar gegn GSP eins og hann er í dag er svo sannarlega eitthvað sem fáir gætu. Gleymum því ekki að GSP er búinn að klára báða Mattana í síðustu tveimur bardögum í byrjun annarrar lotu. Get samt ekki beðið eftir að sjá hann mæta BJ Penn aftur.
Ég átti fastlega von á því að Kenny Florian tæki Roger Huerta. Kenny er magnaður og það sama verður sagt um Roger þó Kenny hafi unnið þetta sannfærandi. Myndi samt ekki segja að hann hafi flengt Roger. Gleymum því ekki að Roger er aðeins 25 ára. Eins og Kenny sagði eftir bardagann þá á hann framtíðina fyrir sér. Roger er með frábært record og fighter sem submittar Clay Guida á alla virðingu skilda.
Brock Lesner er án efa mesta “tröllið” í UFC í dag. Reyndar er HW ekki sterkasti flokkur UFC en sennilega er steratröllið úr WWE með mestu líkamlegu burði í MMA í dag. Hvílíkt naut! Hann hérumbil rotaði Herring með fyrsta högginu í bardaganum en ég sá ekki betur en að hann reyndi að stanga Herring þegar hann stakk sér á hann í gólfinu eftir höggið. Hvað um það þá verð ég að viðurkenna að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með Lesner. Hann var augljóslega miklu sterkari en Herring (og það er talsvert) en mér fannst ekki sýna neina sérstaka tækni og reyna lítið að submitta kúrekann og gera það illa sem hann reyndi. Ég veit að þetta var bara þriðji pro MMA bardaginn hans en common. Gæinn er fyrirverandi háskólameistari í wrestling auk þess að hafa átt langan feril í stóra þykjustuslagnum í WWE. En hann á eftir að koma til. Satt best að segja hefði ég gaman af því að sjá hann fara gegn Fedor, bara svona til að sjá hvernig Fedor tæki á svo líkamlega sterkum andstæðingi og höggþungum. Kannski seinna en Fedor hefur svo sem mætt tröllum áður ;) Því má bæta við að samkvæmt
fréttum þá hafa Fedor og Randy setið á rökstólum undanfarið varðandi bardaga þeirra í milli. Frábærar er rétt reynist.
Ég er búinn að vera að bíða eftir því síðan í TUF að einhver rotaði Manny Gamburyan því hann æðir alltaf áfram með hökuna uppi og útglennta. Rob Emerson hefur alveg örugglega verið búinn að stúdera þetta enda eytt meiri tíma með tíma með Manny en margir eftir að þeir voru saman í TUF húsinu forðum. Manny er reyndar ótrúlega ruglaður á köflum. Rétt eins og frændi hans. Fínt að sjá hann rotaðann loksins.
Er sammála nafna með Kongo. Hef enn ekki séð skemmtilegan fight með honum. En hann klárar sína bardaga með sigri (hvort sem það er á dómaraúrskurði eða ekki) og er með flott MMA record. Hann hefur unnið lang flesta sína bardaga á TKO og einu tvö töpin hans í UFC eru á split decision. Skrokkurinn á kappanum er ótrúlegur. Hann gæti sennilega gengið inn í hvaða vaxtarræktarkeppni sem er ;) Svona næstum því. Allavega þá átti Norðmaðurinn ekki sjens í hann. Punktur.
Bardagi Jason MacDonald og Demian Maia var að mínu mati bardagi kvöldsins. Ótrúlegt hvernig MacDonald komst út úr triangle chokeinu þarna í upphafi og síðan áttu þeir frábærar submission tilraunir báðir tveir. Gott RNC hjá Maia í lokin.
Ég er ekki búinn að horfa á bardagana sem ekki voru sýndir en ætla að gera það í kvöld.