Haraldur Óli Ólafsson, varð í gær fyrsta bláa beltið í BJJ í bardagalistadeild Fjölnis. Haraldur hefur unnið mikið brautryðjendastarf í Grafarvoginum og er nú kominn stór og góður kjarni af fólki á dýnurnar.

Steve Maxwell sá um æfinguna í gær og tók sér góðan tíma í að fylgjast með Haraldi á meðan farið var í gegnum blábeltis kröfurnar. Eftir 2 tíma æfingu tóku við glímur og að lokum fór Haraldur í Iron man á móti öllum nemendum sínum. Hann stóð sig með prýði og tók Maxwell það sérstaklega fram að hann sýndi góða tækni og stjórn allan tímann og þrátt fyrir þreytu í lokin lét hann það ekki trufla sig. Maxwell var einnig ánægður með hópinn og sagði Harald greinilega hafa staðið sig vel í kennslunni og innan hópsins væru þó nokkrir efnilegir sem yrði gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Við þökkum Maxwell kærlega fyrir komuna og hlökkum til næstu æfinga.

Sigursteinn