Hafði svo sem mestan áhuga á Fedor vs. sylvia. Mjög sannfærandi hjá Fedor og bjóst ég ekki við öðru en að hann myndi vinna en þó ekki svona fljótt…En í heilt voru þetta ágætis fightar. Gaman að sjá góða keppni sem er ekki í búri.
Þetta var rosalegt. Fedor er ófreskja og það var unaðslegt að horfa á hann kremja Tim Sylvia. Fedor hreyfir sig á sama hraða og léttvigtarmaður svo að silakeppir eins og Tim Sylvia munu aldrei eiga neinn möguleika á að díla við hann.
Ég ætla að vera sammála þeim sem segja að Fedor muni taka Randy. Randy tók sér fimm lotur í að vinna Tim remember. En ef við skoðum hvernig Randy stendur á móti Fedor…
Standup - Fedor Ground - Fedor Clinch -…kannski Randy en ekkert búr, svo Fedor.
Randy fær loksins að hitta gvuðinn sinn ef hann keppir við Fedor.
Úff æðislegt að sjá Fedor aftur :D Fullt af góðum bördugum þarna líka, fannst gaman að sjá Vitor og Andrei vinna þótt að þeir væru ekki alveg jafn impressive og hjá Fedor.
Ég sá að Andrei var lang launahæstur þetta kvöld. Hann fékk 750.000$ fyrir að keppa, og 250.000$ fyrir að vinna. Alls eina milljón dollara. Er þetta ekki met?
Magnað að gaur sem er farinn að keppa á undercards í UFC sé að fá svona upphæðir. Umboðsmaðurinn hans hlýtur að taka jafn mikla stera og hann sjálfur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..