Það er alltaf jafn heilbrigt og gott hjá þér viðmótið félagi, enda máttu bóka að ég kíki við næst þegar ég stefni á skerið…;-)
…En margir í Bujinkan eru einmitt á þeirri skoðun; að maður eigi að nálgast bardagalistir/íþróttir eins og td. BJJ ásamt öðru, enda margt nytsamlegt þar á palli og ef ‘Ninjutsu’ á að haldast sem ‘lifandi list’; þá verður fólk að fara á stjá og taka við því sem gott er. Annars staðnar dæmið og gerist ‘steindautt’…!!!
Semsagt: BJJ er oft sett ofar á pallinn hjá okkur þar sem grundvallaraðferðir virðast ekki ósvipaðar - td. þegar komið er í gólfið - samanber ‘snákslegar hreyfingar’ og annað líkamspursmál umfram ‘styrkleika’ til að snúa sig lausan. Tja, eftir því sem ég hef best séð hingað til…;-)
Hvað varðar ofanverðar staðhæfingar hjá mér varðandi Kiai notkun og Systema; þá væru það einungis nothæfir eiginleikar sem grisja má frá mörgu öðru og þarf - í raun - ekki að fara lengra með það; tja, nema spurt sé…;-)
Ninjitsu versus BJJ/MMA er svolítið eins og trú versus vísindi. Þegar kemur að því að velja bardagalist til að æfa, ákvörðun sem hugsanlega gæti einhverntíma skipt sköpun um hvort þú lifir af götuárás eða ekki, af hverju ekki velja bardagalist sem hefur sannað sig margoft, heldur en bardagalist sem þú verður bara að “trúa” því að hún virki vegna þess að spekin sem hún byggist á hljómar svo sannfærandi?
Vel kveðið hér félagi og ágætt að horfa á þetta þannig, en þá má einnig íhuga:
1. Hversu sumir aðhyllast aðferðir er ganga út frá sigri án samkeppni og æfa samkvæmt því.
2. Sannanir koma og fara, en flestir í Bujinkan - ég þar á meðal - hafa fengið sinn skammt. Samt skyldi íhuga hugtakið ‘trú vs. vísindi’ hér og hversu ‘sannanir án sannana’ þekkjast innan trúarbragða ólíkt á palli vísinda…;-)
3. Þó má færa ‘notagildi’ inn á ofanverðan dálk og hugsa hversu - þrátt fyrir ásakanir undanfarið…;-) - við æfum ‘ekki’ einhver ‘trix’ sem eiga að virka per say; heldur spörrum við og rannsökum allt í þaula, jafnvel með ‘samkeppni’ í huga þar sem hún er eitt af grundavallarlögmálum mannskepnunar og erfitt að forðast hana þrátt fyrir hugleiðingar og tækni…;-)
4. Svo er það - jú - alltaf spurning hvort sannanir innan hringsins teljist sem sannir á götunni, en hér hafa flestallir sína sögu að segja - sér til hæfis - og spurning hvort maður eigi þá að velja það sem telur skort á ofanverðum sönnum vera hina bestu sönnun…;-)
…Og þó lengra væri haldið, enda gæti ég skellt í bók hér með þér félagi. Bíð þó frekar eftir ‘frekari’ athugasemdum áður en ég kæfi allt í kjaftagang.
Kv,
D/N