Persónulega finnst mér box vera bardagalist, fer allt eftir því hvernig þetta er skilgreint. Box miðast náttúrulega bara við notkun handa, en margar íþróttir miðast bara við eitthvað eitt svið, judo hefur engin högg, TKD hefur lítið (þó einhevrjar) um kýlingar o.s.frv.
Margir segja að bardagalistir eigi að kenna meira en bara að vinna andstæðinginn og það sé ekki bardagalist nema að það sé ýmislegt andlegt mannbætandi í íþróttinni (sem er nú tæplega í boxi, alla vega ekki miðað við það hvaða áhrif sem það kann að hafa), þessi skilgreining á bardagalistum er svosum góð og gild en hún er ekki mín skoðun.
Mín skoðun er sú að það markmið að vinna andstæðinginn og yfirbuga hann sem fljótast sé aðalmarkmið bardagalista/íþrótta og restin sé #2 (andlega hliðin), ég held að það geti enginn þrætt fyrir það að box sé með einum allra bestu íþróttum fyrir að slást með höndunum, þeir hafa þann kost að þeir byrja að “sparra” strax á fyrsta degi og hafa því mikla reynslu ef þeir myndu lenda í slagsmálum í að taka við höggum og að slá hreyfandi andstæðing. Vissulega vantar upp á hjá þeim á mörgum sviðum en það eru mjög fáar bardagaíþróttir sem ná að fara yfir öll svið og gera það vel (mér finnst persónulega að það sú íþrótt sé ekki til).
En box hefur evrið sér áhugamál hér nánast frá stofnun huga :) Bardagalistir komu bara núna í sumar minnir mig. Verður varla breytt úr þessu held ég.