Heh, heh… Það má nú blikka misjafnt yfir þessu og hvort sé fáránlegra; að klæðast í svörtu Gi, pimpuðu, hvorutveggja eða nærbrókum einum saman. Sumum finnst þetta allt jafn aulalegt, hvernig sem á er litið og öðrum - að mér meðtöldum - þykir þetta bara hið besta mál og ágætt að fólk skuli klæðast yfir höfuð, sérhver samkvæmt sinni tísku…;-)
…En hvorki sá ég ‘draugabúninga’ né ‘gerviklær’ á þessu myndbandi og ekkert svosem aulalegra en rauði búningurinn sem fréttakvendið íklæðist. Ekkert um það að segja…
Nema hvað: Klærnar sjálfar (Shuko) eru til margs nytsamlegar; þá ekki síst við trjáklifur, bardagaaðferðir og svo aukna tilburði ‘meðvirkni’, en hún er mjög svo mikilvæg innan Bujinkan og aðferða Taijutsu eins og ég hef talað um hér áður. Þeir sem komu hingað fyrir stuttu, fengu nú eitthvað að prófa þetta dót og þótti það ágætt, enda slysalaust vegna meðvirkni umfram keppnisáráttu og væri það aðalatriðið. Þýðir lítið að ólátast og rembast þegar stingandi klær og flugbeitt sverð eru við hönd…;-)
Annars þætti það kannski viðeigandi að ég fari - mögulega - að skella ‘meðvirkni’ í grein hérna á Huga, leggja spilin á borðið og sjá hvað ágætir ‘efasemdarmenn’ hafa um þetta að segja í heild sinni. Svo má alltaf draga lærdóm af eftirá og íhuga sín mál í hnotskurn, þ.e.a.s. ef umræður haldast á velli vitsmuna og virðingar…;-)
Kv,
D/N