…Og vitanlega mátti búast við því að ég svaraði þér - aftur - félagi Freestyle…;-)
Það sér það hver maður með augu í hausnum og einhvern snefil af þekkingu(svo ekki sé minnst á gagnrýna hugsun) af slagsmálum og líkamsbyggingu Homo Sapiens að Bujinkan er óraunhæft og má sín afar lítils í samanburði við flestar aðrar bardagalistir.
Endilega útskýrðu þetta betur vinur sæll; þá sérstaklega hvar, hvaða - og hvernig - þekking veldur áliti þínu á ‘gagnsleysi’ Bujinkan. Ekki svo að ég telji okkur ninjurnar eitthvað ‘betri’ en hvaða annað (enda væri ég kominn á hættuslóðir ef svo væri…;-), en ég get svarið gegn samanburði þínum og talað - aftur - um hversu ég hef komið ágætlega út í sparri gegn öðrum bardagalistamönnum af ýmsum toga.
Og það er ofsögum sagt að það sé eitthvað hatur í gangi gagnvart Bujinkan. Maður þarf ekki að hata eitthvað til þess að finnast það vita gagnslaust. Bara það að sparring fyrirfinnst ekki í listinni gerir það að verkum að menn geta ekki með góðu móti nýtt sér tæknirnar undir alvöru pressu.
Þú ættir endilega að líta betur í kringum þig félagi; vitanlega er sparrað í Bujinkan og - ólíkt mörgu öðru - á marga mismunandi vegu, enda skyldi dæmið ellegar ekki teljast sem alhliða - og ‘lifandi’ - bardagalist.
Og þrátt fyrir það að enn eru einstaklingar sem falla fyrir þessu ninja-hæpi þá er Bujinkan á hverfanda hveli þökk sé internetinu. Eftir 10-20 ár verður þessi svikamylla meira og minna útdauð.
Hver veit hvernig fer og verður þegar Hatsumi fellur frá, enda sá orðin gamall og engar staðfestingar - né slúður - um tilvonandi erfingja Soke titils. Annars teldi ég ‘svikamylla’ nokkuð hart í árina tekið hér og vonandi að menn haldi slíkum orðum að sér frekar en að valda leiðindum með óstaðfestu orðafári.
Að lokum: Þá sé ég Bujinkan á enga vegu verri - hvort sem bardagalist eða samtök - þó hegðun og aðferðir séu síst á þá vegu sem ‘aðrir’ teldu vegsamlega. Hví skyldi Bujinkan Ninjutsu vera auðséð/auðskiljanlegt þar sem aðfarir byggja ekki á slíku…???
Kv,
D/N