Nú þætti ágætt að fylgja nýgotinni hugmynd og pósta hér einhverju öðru en torskiljanlegum ninja aðferðum og þvíumlíku…;-)

…En það fer stundum svo að eitthvað skemmtilegt gerist á æfingum, td. nýjar uppgötvanir, jafnvel framfarir eða eitthvað sniðugt í þeim dúr. Það væri allavega gaman að heyra slíkar sjálfsprísingar og vita hvernig fólki gengur við sitt.

Nema hvað og gott að svala sjálfumgleðinni örlítið - svona til að koma þessu af stað - en eftirfarandi hefur komið til á síðastliðnum 2 eða 3 æfingum:

1. Náði - loksins!?! - að þruma ‘Bo Shuriken’ kastpinna gegnum tvöfaldan timburvegg í Dojoinu okkar í Rotterdam (sem þætti ógurliga merkilegt ef veggurinn væri eitthvað stæðilegri í sér og ekki hálfgataður fyrir…;-)

2. Stóðst ‘mock-up’ af Sakki prófinu svokallaða og vék undan óséðu/óheyrðu sverði með ágætis hliðarveltu og uppistandi (sem þýðir að undirritaður telst til þess búinn að taka við slíku af höndum Soke í Japan, en enginn veit hvernig það mun fara…;-)

3. Komst á enn rólegri aðferðir við sparring, en svo fór að undankoma gegn sverðárás fannst í veltu eftir endilöngu baki andstæðings og endaði með tvöföldu sparki í aftanverða kálfa (sem felldu drenginn vitanlega, en svona má nú leika sér). Aðrar aðfarir nýttu eiginleika kastaðferða Bujinkan - þótt ótrúlegt megi virðast - og hentug tilþrif ‘Itami Nage’ bætt við ‘Seoi Nage’ til að jarðsetja illilegan óvin og skera hann eyrna á milli aftanfrá (svona í fullum leikaraskap…;-)

Gaman að þessu og nóg að læra, en nú vonast ég til að heyra einhverjar - enn merkilegri - sögur hér og að fólk láti nú ljós sitt skína…;-)

Kv,

D/N