Ég var að spá, tveir 14 ára vinir mínir voru að prufa MMA æfingu, einn þeirra er Stór og MJÖG sterkur en hinn er bara meðalstór. Þeir sögðu að þeir hefðu verið að “sparra” á móti 17-19 ára gaurum sem spörkuðu þeim bara í gólfið. Meðalstóri strákurinn sagðist aldrei hafa upplifað jafn mikinn sársauka í síðunni eftir spörkin frá þeim.
Er þetta í alvöru svona á æfingum hjá Mjölni?. Ég er frekar lítill, 14 ára, og ætlaði að prufa, en eftir þessa frásögn veit ég ekki alveg…
Bætt við 1. júní 2008 - 23:07
Ég ætla að prufa :P, getur einhver sagt mér hvenær ég get mætt á kickbox æfingu?