Ekkert mál félagi og gaman að þú skulir segja þitt álit, en þú móðgar engan - hér á bæ - með vel orðaðri kurteisi og krítík…;-)
…Og vonandi dugar neðanvert raus til svara/útskýringa, en ég býst þá við einhverjum leiðréttingum eigi svo við. Best væri að hefja svarið með því að íhuga eftirfarandi staðhæfingu:
(a). Judo byggir á tilheyrandi aðferðum til að kasta/jarðsetja/læsa manni sem er upptekinn við hið nákvæmlega sama.
(b). Ninjutsu byggir á aðferðum gegn einum eða fleiri andstæðingum sem eru til alls líklegir, mögulega vopnaðir.…Og nú má íhuga kastaðferðir - og aðrar bardagaaðferðir - Bujinkan út frá ofanverðu, en þær eru einmitt tilsettar sem ‘sjálfsbjörg’ umfram einungis slagsmál; og tilþrifum hegðað til undankomu og öryggis frekar en ‘sjálfblindandi’ einbeitni ('committment').
Við teljum td. kastformið ekki mikilvægara en hvað annað sem nota má og hegðum því jafnvel út frá sjónarmiði að það virki ‘ekki’; þá tilbúnir til að gera hvað annað er þykir nauðsynlegt til að halda lífi og limum. Sem þýðir ekki að kastið skyldi gert illa, heldur einungis við þær aðstæður sem myndast og gefa kost á því á einu augnabliki. Ofanverð klippa sýnir einungis formið sjálft, en því er þó hegðað lauslega þannig að Uke fái sem minnsta möguleika á gagnárás þegar/ef hann uppgötvar hvað sé á seyði. Uke er í raun látinn ‘detta’ frekar en að honum sé beinlínis ‘kastað’…
En ekki gera þau mistök að halda að þetta sé að fara að bjarga þér í alvöru aðstæðum
Það er vitanlega alltaf spurningin: Hvað eru alvöru aðstæður??? …Og nú má nefna nokkrar þar sem Ninjutsu hefur virkað alveg ágætlega (af eigin reynslu):
1. Gegn hóp af vopnuðum ræningjum.
2. Gegn bílslysi og öðrum hættum í umferð.
3. Gegn voðaslysum í heimahúsum og annarstaðar.
4. Gegn árásarmanni, mögulega vopnuðum.
5. Gegn öðrum bardagalistamönnum, þ.á.m. Judoka, en þar komu kastaðferðirnar eitthvað á óvart…;-)
…Og síst svo að Bujinkan Ninjutsu sé eitthvað umfram annað þó ekki síðra, enda alltaf spurning um hvað hentar hverjum, en það þarf að prófa til að þekkja félagi…;-)
Kv,
D/N