Hjartanlega sammála, en það kemur líka - ósjaldan - fyrir að svokölluð ‘sjálfsvarnarvopn’ reynast sem ‘tvíeggja’ sverð þegar á reynir; þ.e.a.s. notandi leggur svo ósköp mikla áherslu á ‘hjálpartækið’ að allt annað gelymist og vopnið jafnvel notað gegn eiganda áður en yfir líkur.
Ég mæli alltaf gegn því að fólk sé með eitthvað bitastætt á sér, td. hnífa, kylfur og svoleiðis dót. Gagnast engu og kemur fólki einungis í vandræði. Mikilvægara að geta mundað það sem hendi liggur næst, td. smápeninga, lykla, sígarettur (mjög andstyggilegt) og svoleiðis nokk.
Þó, þá og það; alltaf ágætt að sníða eitthvað skemmtilegt til ef maður býst við vandræðum, en þá allra helst smávægilega hluti sem fæstir (laganna verðir?!?) teldu sem vopn ef illa kæmi til og draslið notað.
Svona mitt álit í óvenjulega stuttu máli…;-)
Ave,
D/N