Aikikai Reykjavík heldur námskeið í Aikido fyrir byrjendur nú eftir jólin eins og á hverri önn. Námskeiðin eru ætluð öllum sem hafa áhuga á að kynna sér Aikido og eru jafnt fyrir konur og karla á öllum aldri. Aikido er hreinræktuð sjálfsvörn þar sem áhersla er lögð á samvinnu iðkenda fremur en keppni og byggir aðallega á lásum og köstum fremur en höggum eða spörkum.
Opnir kynningartímar fyrir alla áhugasama verða mðvikudaginn 9. janúar kl. 20:00 og laugardaginn 12. janúar kl. 16:00. Allir eru velkomnir til að taka þátt eða horfa á. Aikikai Reykjavík er til húsa í húsi Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1, kjallara.
Til að fá nánari upplýsingar endilega sendið póst til aikikai@here.is eða hringið í 881-0083 og leggið inn skilaboð.
Einnig má benda á heimasíðu klúbbsins: http://here.is/aikikai
<br><br>obsidian
[LBFR]/Aikikai Reykjavík