Ekkert mál vinur sæll og um að gera að láta efasemdirnar í ljós. Takk kærlega fyrir vel hnitmiðuð skot; minna mætti það ekki vera…;-)
…En - svona áður en ég sulla í ‘of langt’ svar (sem ég vona þó að þú lesir…;-) - þá má ímynda sér hversu gott mér þykir að hljóta svona athugasemdir og frábært að geta látið eigin skoðanir vaxa og dafna í kjölfarið. Þætti ekki til mikils að kalla Ninjutsu ‘lífslist’ ef maður væri jafnt form- sem hugsanafastur og ‘dauður’ þarafleiðandi…;-)
Ekki það að ég muni hegða svörum á þann bóginn að þú hafir greinilega rangt fyrir þér og ég ekki; þá frekar að veita útskýringar, en hitt er svo undir hverjum sem einum komið. Dómurinn er þó alltaf vel kveðinn hjá þér félagi og vonandi að svörin séu eitthvað til hæfis, en nú skyldi tala um Bujinkan Ninjutsu út frá því sem þykir vel sæmandi og ekki samkvæmt hegðun/aðferðum margra Vesturlandabúa sem stunda þetta sem einhverskonar sjálfsblekkingarathæfi og macho rugl. Ég tel allar aðferðir sem hyggja að - og byggja á - samkeppni best æfðar í fullri samkeppni (Aliveness?!?) og ekki á palli leikaraskaps og/eða meðvirkni/meðleikni (mitt ‘persónulega’ álit vitanlega):
1. Þeir eru í lélegu formi (s.s. ekki íþróttamenn). Það sést vel á hreyfingunum og það er ekki ein hreyfing þarna sem væri ekki auðveldlega framkvæmanleg af meðaljóni.
Svar: Það er gott að heyra að svo sýnist félagi, enda skyldu allar hreyfingar auðveldar, einfaldar og - allra helst - framkvæmanlegar.
…Og af hverju skyldi Ninjutsu flókið ef einfaldleikinn blífur…???
Þó er margt sem ekki sést glögglega og endalaust hægt að æfa sig til og frá án þess að maður komi hælunum að þar sem Hatsumi og Co voru fyrir 50 árum síðan (hvað þá í dag…;-)
…En margir þeir sem eru á þessu myndabandi geta enn stokkið hæð sína í loft upp ‘sé þess nauðsyn’ og ef fylgst er með Hatsumi hendast upp tréð (nú má ímynda sér ‘hljóðlaust’); þá þarf ekki nema að rétt prófa til að draga aðrar ályktanir og niðurstöður.
2. Þetta hefur ekki praktískt gildi. Ég get lofað þér því að ég myndi hitta gamla kallinn þarna í fyrsta höggi með sverði ef hann reyndi að rúlla sér svona undan högginu. Eins er mjög langsótt að vera með púðursprengju í lófanum til að nota á einhvern sem ætlar að höggva þig í tvennt í alvörunni (og á fullum hraða).
Svar: Góð athugasemdin þar og nú léku - á tímabili - margar sögur um hversu reynt var á þessa kalla; þá sérstaklega þegar vestrænar hetjur vildu sannprófa allt draslið, en alltaf sluppu ninjurnar…;-)
Sannindum - og skorti sem slíkum - vikið til hliðar; þá byggja aðferðir Ninjutsu ekki á því sem virkar, heldur þá því sem reynist best á úrslitastundu, samanber eftirfarandi - týpísku - dæmi:
1. (a) mundar skammbyssu að enni (b), með 2 til 3 metra fjarlægð.
2. (b) framkvæmir aðferð samkvæmt formi, afvopnar (a) og kemur honum í gólfið samkvæmt vonum.
Rétt hugarfar: (a) og (b) reyna að skilja hversu stutt er í dauðann á þessari stundu, og þó aðferðin sé jafnvel dugandi og örugg eftir því; þá væri það fáviska að ætla sér slíkt ef til kæmi og betra að neyta annarra úrræða. Þó lærist aðferðin - með síbreytilegum hegðunum/viðbrögðum - og tekur til sín ef örvænting kallar það fram. (b) telur sig hvort eð dauðan á því augnabliki og hefur þar með engu að tapa (Ninja heimspeki hér…;-)
Rangt hugarfar: (b) er búinn að æfa þetta í fjölda ára og veit nákvæmlega hvað á að gera ef ‘einn’ byssumaður kemur sér fyrir í 2 til 3 metra fjarlægð. Praktískt gildi í hnotskurn!!!Hvernig sem að væri staðið og færi; þá er aldrei vitað nema á reyni, en - þótt undarlegt sé - þá virðist oft betur sloppið eftir því sem höggið kemur hraðar.
Þeim mun skemmtilegra, er hversu ‘flestöll’ (nú forðast ég alhæfandi staðhæfingu hér…;-) myndbönd Bujinkan eru staðbundin og impróvíseruð; þ.e.a.s. ekki þaulæfð fyrirfram og klippt (fölsuð) samkvæmt því. Ef einhver stendur sig illa; þá er það bara sýnt öðrum til lærdóms. Ekki ósvipað bardagaaðferðum sem byggja á ‘núll’ hugarástandi og meðfærni frekar en fyrirhugaðri þekkingu á formi og vitneskju um hvenær - og hvernig - skyldi ‘láta’ kasta sér.
…Og varðandi púðursprengjuna (duft egg samkvæmt ‘Metsubushi’ aðferðum); þá gætirðu svosem ímyndað þér hvað ég geng stundum með á mér, en hér leynast magnaðar aðferðir til sjálfsvarnar og margt sem gæti komið á óvart ef frekar væri leitað…;-)
3. Listrænt gildi…það getur verið. En eru menn virkilega í svona þykjustubardaga árið út og inn af því það hefur einhverja dýpri meiningu sem ekki er beint fólgin í verknaðinum sjálfum? Er það ekki bara það sem menn segja þegar þeir vita að það sem þeir er að gera er ekki nýtilegt í neitt annað?
Svar: Hér er ég hjartanlega sammála félagi og - vitanlega - endalaust hægt að tala um bardagalistir og nám á fornum aðferðum, en ‘lífslistin’ er síbreytileg og allra síst heilög samkvæmt því. Ef eitthvað er að; þá verður að bæta úr því og valda nauðsynlegum breytingum. Bujinkan snýst einmitt um það…;-)
…En svo ég vitni eilítið í raus mitt að ofanverðu; þá eru eðlislæg viðbrögð, meðfærni og skilningarvit æfð gegnum slagsmál/bardaga; hvortsem þykjustu, sparr eða eitthvað þar á milli. Aðferðirnar sjálfar - sem ‘form’ - skipta í raun engu og eru einungis gerðar til að mynda - á stundum - hin og þessi ‘scenario’ (íslenska???) sem læra má af. Allt byggist á einum möguleika til undankomu þegar til kemur, enda ágætt að geta kennt allt draslið án þess að þurfa að hörfa í andhverfu og banna notkun á þessu…;-)
Samanaber (og nú lofa ég að fara að hætta þessu bulli…;-) bardagastöður (Kamae), en við lærum að horfa í hverja stöðu og finna hvar hún nýtist best frekar en að munda hana ef til slagsmála kemur. Þó eru stöður æfðar samkvæmt formi, semsagt: Bujinkan er alhliða bardagalist og allt tekið til; hið góða og hið slæma!!!
…Og af hverju ekki??? Enda - í endann - einungis spurning um bragð og hvað hentar hverjum best. Ég vona þó allra helst; að þú látir ekki rausið halda aftur af þér með athugasemdirnar. Ég ræð bara ekki við mig þegar vel er kveðið félagi…;-)
Kv,
D/N