Okey…
BJJ: Eina leiðin til að ná fullnaðarsigri án dómaraúrskurðar er lás eða henging. Stig eru gefin fyrir köst en ekki mjög mörg. Engin sigur á fastatökum. Má beita flestur tökum sem þér getur dottið í hug.
Judo: Fullnaðarsigur getur unnist á góðu kasti, fastataki úr sidemount eða mount í 25 sek samfleytt, , handleggslás eða hengingu. Bannað er að setja menn í fótalása ásamt ýmsum minni takmörkunum s.s takmörkuðum tíma í gólfglímu, bannað að halda í belti í langan tíma, o.s.frv. Judoreglurnar eru frekar flóknar að mínu mati og breytast með reglulegu millibili. Einnig er þáttur dómarans a.m.m stærri en í BJJ þar sem hann þarf að beita huglægu mati oft á tíðum hvort að kast sé Ippon eða ekki.
Freestyle Wrestling/Folkstyle. Allir lásar sem miða að broti útlima og eða hengingu eru bannaðir. Uppgjöf með “tap-out” er ekki hluti af wrestling nema ef um meiðsli er að ræða. Sigur vinnst á “high-amplitude” kasti beint á bakið, eða með því að pinna bæði herðablöð andstæðingsins við gólfið í 3. sek. Má grípa nokkurnveginn hvar sem er á líkama andstæðingsins. Folkstyle leyfir ekki að læsa saman höndum utan um líkama andstæðingsins, þess vegna eru suplex-köst og álíka sjaldgæf þar, enda Folkstyle mest stundað af fólki undir lögaldri í BNA. Annars eru Folkstyle og Freestyle nánast sama sportið.
Greco-Roman Wrestling: Sömu reglur eins og í Freestyle nema með einum meginmun - það er banna að grípa í eða nota fætur andstæðingsins til að fella hann. Greco er eingöngu upper-body wrestling. Þessvegna eru þeir bestir í clinchinu, og stór og mikil köst algeng í Greco þar sem ekki má nota fæturna til að stöðva köst(grapevine)