Sniðugt…:-)
Ahumm… Ég væri þá Diðrik Jón Kristófersson (a.k.a. Nekron), næstum 34 ára ungur myndlistarmaður og ljóðskáld, og berst við að æfa Bujinkan Ninjutsu þetta 5 til 6 daga vikunnar (svona þegar ég neyðist ekki til að mála frammá miðja - og rauða - nótt…;-)
Ég get nokkurnveginn státað af því að hafa komið Ninjutsu (Grímni) á laggirnar á skerinu þó vitanlega eigi aðrir heiðurinn fyllilega skilið; þá sérstaklega þar sem þeir hafa staðið fyrir æfingum þrátt fyrir einhverja byrjunarörðugleika.
Hvað annað; þá klifra ég í trjám, glími við 3,5 ára dóttur mína og iðka Systema samhliða Bujinkan þjálfun; þá frjálslega blandað Ryabko og Kadochnikov kerfi án dulspekikukls og orkukúlukasta. Ég er ennþá fastur á fjórða Dan og bíð spenntur auraflóðs svo ég komist í afhausun í Honbu Dojo í Japan, en þar bíður elliær Hatsumi og aldrei að vita hvað gerist í kjölfar heimsóknar, en það verður - vitanlega - saga að segja frá og hver veit nema maður endi sem enn eitt Bujinkan 15+ Dan tröllið og þrútinn af visku, speki og spiki…;-)
Kv,
D/N
Nekron komst ekki á æfingu vegna veikinda eiginkonu… Urgh!!!