Frábært að þú skulir hafa mætt (nú jæja, ‘kíkt’…;-) og náð að færa álitið inn á vettvang eigin vitnisburðar. Gerir svör og samræður mikið uppbyggilegri!
…En það sem þú sást - þó margt hafi vitanlega yfirsést - var ein af meginformum MutoDori Gata, eða Ichimonji No Gata innan þess sviðs og kemur sú æfing úr Gyokko Ryu Kosshi Jutsu stílnum. Gaman að strákarnir skuli hafi verið að leika sér með það og samkvæmt vitnisburði þínum; nokkuð réttilega.
Nú skyldi vitanlega íhuga eftirfarandi:
a. Formkötur í Bujinkan eru aldrei æfðar undir því yfirskyni að þær virki á eigin vísu, enda dregur hver ‘heilvita’ einstaklingur þá ákvörðun þegar á málin er litið, td. fyrirfram ákveðin hegðun osfv…
b. Fyrirfram ákveðin hegðun er í raun ekki það sem tekið er fyrir í Bujinkan (þegar rétt er að farið), heldur lætur viðtakandi (Uke) stjórnast af Tori (Geranda) og - með því - nær að beita líkama samkvæmt því sér til viðurværis. Einnig lærir Uke að tapa sér og gefa sig, en það forðar okkur frá strembu, óþarfa orkueyðslu og fyrirsjáanlegri stífni. Svona ásamt öðru skemmtilegu…
NB: Þó vitanlega megi leika sér með það að detta og ‘tapa’ samkvæmt áætlun; sem er alltaf meira ‘kúl’ á sýningum. Þó er viðmót Uke hér síbreytilegt og - þegar forminu er nokkurnveginn náð - látið valsa frjálslega milli allra mögulegra þátta mótstöðu og meðfærni. Semsagt, ekkert sem heita má ‘ein rétt’ aðferð!!!
c. Þegar kötur eru æfðar innan Bujinkan, er ekki endilega - í samræmi við ofanvert - verið að leita eftir einni réttri leið sem virkar gegn einhverju ákveðnu, enda leiddi það ekki til neins. Heldur skyldi horfa á beitingu líkama, hreyfingar og aðrar undirstöður Bujinkan aðferða ásamt fjölmörgum - oft undarlegum - smáatriðum sem yfirsjást auðveldlega. Hér má td. nefna ‘þolinmæði’ sem er einn mikilvægasti þátturinn innan Muto Dori Gata og hvernig hún er nýtt sér til undankomu á síðustu stundu.
Nú vona ég félagi þó mörgu sé ávant hér; að svör mín eigi einhvern rétt á sér og valdi - jafnvel - einhverjum möguleika á aukinni jákvæðni í viðmóti þínu, en ég tel efasemdir þínar þó kostulegar og óska þess að þú látir ljós þitt skína óhikað…;-)
Ó já, áður en ég gleymi:
…Escrima snýst um einfaldleika.
Nei félagi og hér er ég nokkuð ósammála. Escrima snýst um hraða öðru framar, enda fjöldin allur af samsettum árásum það er hrífur. Nokkuð sniðugt, enda alltaf spursmál hvað hentar hverjum…
Kv,
D/N