Kendo gengur útá ögun mannshugans í gegnum meðhöndlun japanska sverðsins, eða svo hljómar skilgreining kendo sambands Japans.
Hinsvegar er lögð mest áhersla á keppni, þó svo kendo iðkendur læra líka að beita og meðhöndla meira alvöru sverð en bambus stykkin. Það er bæði í gegnum kendo kata sem er partur af prógramminu eða gegnum ákveðin iaido stíl. Sá er samansuða úr mörgum gömlum stílum og hannaður til þess að gagnast kendo iðkendum sem vilja bæta þekkingu sína. Sá stíl, er samt ekki nærri því eins fjölbreyttur eða mikill og aðrir klassískir stílar, bara nokkrar kata um hvernig á að draga, skera og skila sverðinu, voðalega basic stuff.
Í gamla daga var þetta allt tekið fyrir í gömlu skólunum, þýddi ekki að læra bara að sveifla alvörusverði útí loftið eða lemja bambus sverði í hausinn á einhverjum. Boxhanski kemur í stað hnefa alveg einsog bambus í stað stáls svo fólk slasist ekki alltof. Maður kýlir ekki eins eða ver sig með hanska á höndunum og ekki en án hanskana væri ekki hægt að æfa til ýtrustu. Ekki hægt að “prófa sig” án þess að meiða.
Punktum er ekki fórnað í kendo fyrir hærri stig þó oft sé blöffað í bardaga, punktur er alltaf punktur sama hvar höggið lendir og þarf 2 af 3 til þess að vinna.
Auðvitað höfðu skólar sína mismunandi áherslur en klassískir skólar hafa mikið misst úr sparr á móti kendo. Eftir að bardagalistir litu aftur dagsins ljós í japan eftir að bandaríkjamenn bönnuðu allt hernaðar tengt í seinni heimstyrjöldinni, þá var kendo vakið til lífsins sem sport og leit allt öðruvísi út en hernaðar kendo-ið þar sem mátti glíma og fella andstæðinga.
Kenjutsu, iaijutsu etc. hélst kannski óbreyttara, enda ekki hart í hart deildin. Japönsk sverðslagsmál þróuðust á vígvellinum en listrænu stílarnir þróuðust á friðartímabilinu undir miklum zen og hugleiðslu áhrifum enda sverðlistunum oft lýst sem hugleiðslu með sverð. Þá urðu samuræjar bjúrakratar frekar en hermenn og þráðu bardaga, og ef þeir voru heppnir að lenda í einvígi, lauk því með 1-2 höggum. Þá var málið að leggja áherslu á jutsu dæmið enda kimono algengari en brynjurnar. Enginn fékk að hlaupa um argandi og skylmast á fullu í stríði lengur.
Breyttir tímar, breyttar aðstæður, breyttar áherslur. Persónulega finnst mér eitt ekki duga án hins, ef fólk vill læra á “japanska sverðið” sem er svo vinsælt, fyrir alvöru. Fólk getur verið kendo íþróttakappar eða hefðbundnir kenjutsu iðkendur en ef það vill verða complete sverðmenn, þá er um að gera að bakka aftur í tímann og skrá sig í bæði fögin. Annars væri alveg einsog maður myndi bara læra bjj eða bara muay thai og reyna síðan að keppa í mma.
Svo þarf það ekkert að vera nákvæmlega kendo, ef fólk er vel að sér í klassískum stíli. Redda sér bara hlífðarbúnaði og shinai (í stað bokuto, frekar hart og vont í hausinn) og vekja stílinn sinn til lífsins. Einsog ég sagði er áherslan mismunandi og eflaust slatti af stílum sem skylmast smá enþá, en ekki nóg. Kendo tekur fyrir beitingu alvöru sverðs en því miður ekki nóg fyrir kröfuharða sverðmannin (takk bandaríska hersetulið) þannig við þurfum bara að redda okkur í dag ef við viljum allan pakkann.
Orðin kendo og kenjutsu eru notuð í dag til þess að flokka og skilgreina kendo og kenjutsu, á meðan þetta var allt sami hluturinn í gamla daga. Hvort sem það var sverð úr eik, bambus eða stáli, æft, sparrað, kata eða alvöru bardagi, þá sagði fólk: æji já þetta sverðdæmi þarna?
Mmm… Skemmtilegt og faglega orðað svar hjá þér félagi (ertu þá eitthvað að æfa???), og nú skyldi vita að öll mín reynsla - séð og heyrt, ekki ‘æft’ - af Kendo víkur að nútíma iðkun íþróttarinnar.
Ég skyldi þó leiðrétta mig sjálfan áður en lengra er haldið: Þau 2 stig sem þurfa til sigurs í Kendo virðast, oftar en ekki, unnin með fórn á stigi (a með eitt stig, b með ekkert, svo a getur stigið inn og unnið stig - í fullri áhættu - þó svo að b nái höggi)… Eða svo skilst mér allavega; þó ég hafi haft á röngu að standa með höfuðhöggin. Hélt - einhvers vegna - að höfuðhögg gæfi 2 stig, nú jæja…;-)
Ofanvert - í nútíma skilning - ásamt fótaburði og beitingu, virðist hafa fært Kendo ívið meira nær íþróttalegum skilning heldur en hitt. Hinsvegar má vel vera að Zen hugarfar ásamt fullri Koryu ástundun No Kata sé í gangi í Japan (sem væri hið besta mál). Ég hef hinsvegar ekki séð mikið af því hér…
Af því sem ég hef séð; þá virðast atlögur byggja á hröðum árásum að annaðhvort úlnlið (kote) eða kviðstungum, jafnvel basic höfuðhöggum a lá Jodan/Dai Jodan No Kamae. Mjög svo einvígislegt, en samkvæmt höggum og aðferðum; þá yrði ég hissa ef þessir iðkendur hefðu annaðhvort skorið með sverði eða verið skornir með sverði, sem ég teldi einnig mjög mikilvægt til skilnings á sverðlist.
Nema hvað og vitanlegt að japanskar bardagalistir tóku umbreytingum á Meiji tímabilinu og þróuðust út í friðsamlegri iðkun samkvæmt Koryu og þaðan var Kendo formað við upphaf seinni áratugs síðustu aldar. Mér skilst að setulið hins ameríska stórveldis hafi eitthvað stungið fótum gegn þessu - og flestöllu öðru - en það hélst greinilega ekki við…
…En það er satt hjá þér; að nám sverðsins viðgengst ekki réttilega í einungis æfðum kötum. Vitanlega þarf einnig að bregða á leik, en þá myndi ég aðhyllast ívið frjálslegri - og ‘raunhæfari’ - aðferðir heldur en það er lýtur settum lögum og reglum Kendo íþróttasambanda.
Spurning hvernig, en ég hef ágætis aðferðir sem ég notast reglulega við…;-)
Kv,
D/N
0
alveg ritgerð eftir ritgerð…..
0
Alltaf gaman að ræða málin frjálslega félagi…;-)
Kv,
D/N
Í dag æfði Nekron Junan Taiso + Sanshin No Kata
0
hahaha frálslega…þetta er meira svona eins og ykkur væru borgað fyrir orðið…..enn hvernig gengur með listaverkið þitt?
0
Kláraði eitt stykki um daginn, sjá:
http://www.nekron-art.com/art.htm (bara skrolla neðst…;-)
…Og svo annað í smíðum (Loki sjálfur), sem ætti - vonandi - að fullvinnast fljótlega, enda ekki nema 50 x 60 cm á stærð. Sjáum hvernig það fer…
Þó gaman að þú skulir spyrja og takk fyrir það…;-)
Kv,
D/N
0
mér finnst þetta bara mjög flott hjá þér og ég sá líka að þér finnst greinilega gaman að mála með puttunum ;)
p.s. er nokkuð möguleiki að fá þennan Thor recieves mjöllnir í wallpaper stærð ?? eða bara stærri mynd ;) væri öruglega heavy flottur wallpaper :P
0
Maður er til í ýmislegt fyrir þá sem æfa vel og reglulega…;-)
Hver veit nema ég komi þessu að þér við tækifæri, en sendu mér þá e-mail til að minna mig á það.
Kv,
D/N
0
amm enn hvenær á maður að minna þig á það?
0
Er soldið bissí sem stendur. Hóaðu í mig eftir svona viku eða tvær ef ekkert berst og þolinmæðin fer að gefa sig…;-)
Ave,
D/N
0
Ég var einu sinni að æfa þessa hluti. Engin spes hugleiðsla fylgdi með en mjög mikið í japanskri menningu, sérstaklega bardagalistum , er undir sterkum zen áhrifum.
Auðvitað er kendo bara sport, byggt á stríðslist, og ekki hægt að reiða sig algjörlega á það til þess að læra að skylmast í alvörunni. Sömuleiðis gildir um aðra stíla sem ganga úta hreyfilist, byggða á stríðslist. Þess vegna þarf að sjóða þá saman aftur einsog sumir kjósa hvort sem þeir þurfi í alvörunni að skylmast eða ekki (örugglega ekki). Því hvorugt er allur pakkinn.
Koryu þýðir bara old school eða af gamla skólanum, og eflaust enginn sem notaði þetta orð í gamla daga þar sem gamli dagurinn var nútíminn þá. Allir sögðu örugglega bardagalistir eða stríðslistir einsog við gerum í dag. Þá þróuðust klassísku stílarnir mest á friðartímabilinu (einangrunartímabilið stundum kallað líka) edo, á undan meiji sem var nútímavæðingartímabilið (og kannski þess vegna sem fólk orðaði eða ritaði koryu þegar það talaði um bardagalistir forfeður sinna, til að gera greinarmun á gömlu og nýju, jutsu eða do).
0
Þetta passar allt ágætlega félagi, enda sterkir straumar í japanskri sögu á tímabilinu Tokugawa (Edo) til Meiji. Alltaf ágætt að standa í sögu og menningu, þó skiljanlega strandi margt, td. raunhæf upphöf og aldur hinna ýmsu Koryu stíla þegar lengra aftur er leitað en - hva - 16/17 hundruð eða svo. Má þó alltaf skemmta sér við það…;-)
Td. er áætlað upphaf Togakure Ryu Ninpo Taijutsu þetta ca. 800 A.D. - ef ég man rétt - sem stenst vitanlega ekki þegar gripið er í sögubækurnar (sagnfræðingar eiga víst til að skella uppúr þegar slíkar tölur/dagsetningar eru laggðar á borð). Má bæta við; að í raun sé ekkert sem staðfestir upphaf Togakure Ryu lengra aftur en á miðja síðustu öld. Spurning hvað sé í gangi hér…;-)
…En það má endalaust pæla í aðferðum og hentisemi, enda virðumst við tiltölulega sammála um sem flest hér, sem er svosem ágætt að stöddu. Svo eru það teygjanleg heiti á bardaga-/stríðslistum og hvert skyldi beina hverju. Mætti jafnvel íhuga lauslegar/einhæfar þýðingar á heitunum ‘Do’ (vegur) og Jutsu' (aðferð/list) ef svo þætti viðeigandi enda fólk endalaust - að mér sýnist - að velta sér upp úr slíkum örnefnum, hvað sé mikilvægara, ofar öðru etc…
Mikið betra að æfa bara, en - talandi um æfingar - hvers vegna hættirðu þjálfun félagi og hvar (hvað?!?) varstu þá að æfa…???
Kv,
D/N
Í dag æfði Nekron Bujinkan Budo Taijutsu (Ninjutsu): Junan Taiso + Sanshin No Kata…
0
Já akkúrat, það eru þessi nöfn og heiti sem fólk teygir endalaust, sérstaklega við vesturlandsbúar sem finnst þetta svo töfrandi en fjarlægur heimur, á meðan austurlandabúar fíla hiphoppið og McDonalds:)
Annars er ég enþá að æfa, bara ekki kendo. Ég var í kendo og kendo iaido-inu líka þegar ég bjó úti og fiktaði smá í gömlum klassískum sverðstíl sem var heavý kúl. Ef veskið mitt og staðsetning leyfðu, myndi ég alvega taka upp þráðin (sverðið) frá því seinast var horfið.
0
Það passar félagi; hef kynnst mörgum sem gögguðu austrænan orðaforða eins og rafræn alfræðiorðabók, en gátu svo - vissu - lítið þegar að æfingum kom…;-)
Betra að æfa meira og láta hitt koma rólega; og talandi um slíkt: Hvar bjóstu þá erlendis???
…Og hvar ertu eiginlega staðsettur fyrst að erfitt er að komast á æfingar???
Annars vona ég að þú glatir þessu ekki og getir tekið aftur í sverðið við tækifæri; spurning hvort við náum að hittast jafnvel á og taka í bokken saman næst þegar ég kem til landsins. Þætti ágætt að nudda saman aðferðum við einhvern sem hefur stundað Iaido/Iaijutsu, þ.e.a.s. ef staðsetning leyfir…;-)
Sjáum hvernig fer, en ég er að standa í því að geta farið að taka sverðið fyrir í Grímni fljótlega; þá samkvæmt Kukishin/Kukishinden Ryu og jafnvel Togakure Ryu Ninja Biken (sem er helvíti nastí dót…!-)
Vonandi að það verði af því í vor, en þér er velkomið að vera með ef þig lystir félagi.
Kv,
D/N
Í kvöld æfir Nekron: Gyokko Ryu Kosshi Jutsu + Taihenjutsu Ukemi Gata + Randori
0
Ég bjó útí japan, en Ísland er ekki besti staðurinn til þess að læra kendo:/
0
Trúi því félagi…;-)
…En hvar bjóstu þá í Japan; og hversu lengi???
Allavega - og ef þú ert búsettur á höfuðborgarsvæðinu - þá gætirðu kíkt á Grímnisæfingu, spurning hvort þú finnir þig þar; þá sérstaklega þar sem eitthvað er um sverðhöndlun og ekki verra að þú - jafnvel - veittir smá ráðgjöf þar, þ.e.a.s. varðandi sverðdrætti og mundun. Alltaf gott að láta ljós sitt skína og hjálpa til ef áhugi/vilji reynist fyrir hendi, en ég er ekki svo oft til staðar og ágætt ef það má gabba reynsluríka menn til að deila út sínu…;-)
Annars sagðistu vera að æfa eitthvað annað og nú mætti spyrja hvað nákvæmlega og hvernig gangi…???
Kv,
D/N
0
Ég bjó á shikoku eyju, litlari sveitaborg þar. Ég er kominn yfir í thaiboxið og karate-ið, en er bara að vinna vinna vinna akkúrat núna.
Maður hefur alltaf verið að pæla í að detta inná grímnisæfingu, bara aldrei tækifæri til. Sjáum til í sumar…
0
Einmitt félagi og gaman að hafa komið víða við…;-)
…En þú veist þá að þú ert velkominn á æfingu, svona þegar tími gefst og fylgstu óhikað með þegar (ef!?!) tilkynning berst um heimferð mína og tilheyrandi æfingadaga. Væri gaman að hitta á þig…;-)
Kv,
D/N
Í dag æfði Nekron Junan Taiso + Taihenjutsu Ukemi Gata (afvelta veltur og veltur á ofan…)
0