Gríðarleg vinsældaaukning MMA er flestum ljós (nema kannski flestum íslenskum íþróttafréttamönnum) en nú voru bæði UFC og EliteXC að tilkynna nýja samninga við stóra aðila. EliteXC var að gera sjónvarpssamning við CBS og UFC var að gera sponcor samning við Anheuser-Busch til þriggja ára! Fyrir þá sem ekki þekkja nafnið Anheuser-Busch þá eru þeir t.d. framleiðendur á Budweiser og Bud Light bjórnum. Þeir hafa t.d. verið aðal styrktaraðilar Super Bowl og óteljandi stórviðburða. Anheuser-Busch er langstærsti bjórframleiðandi í USA með 48.8% framleiðslunar þar og þriðju stærstir í heiminum. Samningur UFC og Anheuser-Busch er til þriggja ára og nær bæði yfir UFC, The Ultimate Fighter raunveruleika sjónvarpsseríuna og WEC (systursamtök UFC).
Frétt um BUD samninginn.
Frétt um CBS samninginn.