Sælir félagar,

…En nú eru sumarbúðirnar okkar - hér í Hollandi - nokkuð komnar í verðandi skipulag; og þá alveg ágætt að pota dæminu hér, svona til að láta nú vita af þessu öllu saman…;-)

Annars stendur til að gabba einhverjar Grímnisninjur hingað út í júnímánuði nsk og eyða vænni helgi í hinni víðfrægu - og óspilltu…;-) - náttúru hollenska mýrlendisins; æfa hressilega, sofa í trjám og éta allt hvað eigi kemst undan.

Þó, þá og það; eftirfarandi raus ætti að gefa helstu atriði æfingabúða til kynna, en það er strax farið að hlakka í okkur hér:

1. Gyokkou Ryu Kosshi Jutsu: Stíllinn verður tekinn fyrir í heild sinni og farið í hvert smáatriði…

2. Öll atriði Taijutsu/Taihenjutsu Ukemi Gata: Þ.e.a.s. klifur, stökk og veltur; í og úr trjám etc…

3. Kamae og Kihon Waza: Eins og við má búast; alltaf hægt að bæta stöður og grunntækni…

4. Kyujutsu, Teppojutsu og Shurikenjutsu: Bogfimi, skotfimi og kastvopn; þá mögulega með ‘safe’ örvum ásamt ‘litaboltum’ svo hægt sé að skjóta hiklaust á lifandi skotmörk, þ.e.a.s. hvorn annan…

5. Næturæfingar, sparr og vesen: Eins og búast má við; þá helst fjöldabardagar og Shinken-sparræfingar ('alvöru' vopn!!!) með öllu handhægu; þ.á.m. Shuko, Kyoketsu Shoge, Jutte, Yari og margvíslegt annað beitt, áhugavert og - eftir því - stórhættulegt…;-)

6. Spez undankomuæfingar: Gegn skotárásum allra helst, en hér verður séð fyrir leyniskyttu vopnaðri litaboltariffli með sjónauka (skothraði ca. 400 mprs…!-)

Osfv… En þetta verður - jú - ágætis stuð fyrir þá sem hafa gaman af svonalöguðu; æfa, hlaupa og hendast um, klifra í trjám og njóta sín við varðeld og skemmtan þá er kvölda tekur…

Ágætt að standa í þessu…;-)

Kv,

D/N