Já, greinilega. Það sem ég er ekki alveg að fatta í þessu er ástæður þess að hann hefur ekki farið á Olympíuleikanna og er greinilega ekki að fara. Það sem ég á við er að ef hann er eða hefur verið rankaður nr. 1 í Evrópu þá hefði ég haldið að hann ætti auðveldlega að komast þarna. Ekki nema Evrópubúar séu þeim mun slakari í íþróttinni en engu að síður þá hljóta þeir að eiga sína fulltrúa. Eða er þetta nr. 1 rank bara eitthvað sem þú skellir fram? Ég tek það skýrt fram að ég hef alltaf dáðst að frammistöðu Björn í íþrótt sinni og ekki skilið því hann hefur ekki verið að keppa fyrir Íslands hönd á OL. Hafa TKD menn einfaldlega ekki fengið að senda keppendur úr sínum röðum eða hvað er málið?
það er rosalega erfitt að komast á ólimpíuleikana ef þú ert í tkd. Það er heimsúrtökumótið. þá komast 3 úr hverjum flokk á ól. þar að segja 3 efstu. svo er evrópuúrtökumót og þá komast líka 3 úr hverjum flokk áfram. svo eru líka miklu færri flokkar á ólimpíleikunum sem mér finnst fáránlegt.
Það eru margir góðir sem komust ekki á ólimpíuleikana þetta ár. T.d Mona solheim sem var í 3 sæti á heimsmeistaramótinu í beijing 2007 og svo auðvitað Bjössi sem er efstu á styrkleikalista ETU.
Það má samt ekki gleyma wildcard:) Bjössi er nú efstur á styrkleikalista ETU og það eru mjög góðar líkur á því að hann fái wildcardið og komist á ólimpíuleikana:) vonum bara það besta!:)
Þetta eru samt ekkert einhver endalok hjá honum:P Það eru fleirri mót sem hægt er að stefna á EM 2008, HM 2009 og Ól 2012 og fl.
Málið með taekwondo og það sem margir eru að kvarta yfir er það að það eru alltof fáir keppendur sem fá að fara og úrtökurnar eru alltof erfiðar. Menn fá bara 2 tækifæri til að komast og svo er þyngdarflokkunum fækkað úr átta niður í fjóra.
En fyrsta tækifærið er heimsúrtökumót þar sem allar þjóðirnar taka þátt og þar komast bara 3 áfram í hverjum þyngdarflokk! Svo er eitt mót fyrir hverja heimsálfu, og þar sem ég ég er evrópubúi hef ég auðvitað bara rétt til að keppa á evrópuúrtökunni. Þar komast líka bara 3 efstu áfram. Þetta er útsláttarkeppni þannig að ef þú átt slæaman dag þá er þetta bara búið. Fyrri árangur á árinu eða öðrum keppnum skiptir engu máli.
Asía og evrópa eru sterkustu heimsálfurnar!
Og bara til að segja það að þá voru 4 heimsmeistara úr í fyrstu og annarri umferð á evrópuúrtökunni að þessu sinni. Þannig að það eru margir sem eiga fullt erindi á ÓL og góðann séns að vinna medalíu sem komast ekki inn. Þess vegna er talað um að það sé erfiðara að komast inn á ÓL í TKD heldur en að vinna medalíu þegar þú ert kominn inn.
Í heildina þegar öll úrtökumótin eru búin í öllum heimsálfum að þá eru 16 keppendur í hverjum flokk.
Og svona er þetta:) einhverjar fleiri spurningar:)?
Takk fyrir góðar útskýringar, bæði tvö. Mér finnst þetta kerfi samt afar furðulegt, þ.e. allt of fá mót sem ráða hér úrslitum. Hvað ef menn eru nú bara hreinlega veikir þegar úrtökumót þeirrar heimsálfu fer fram?!! Þá er það bara heimsúrtökumótið. Og allt með útsláttarkeppni! Menn vita nú hvernig slíkt getur raðast. Jæja, Björn. Vonandi færðu Wildcard og ef ekki þá er bara að láta ekki deigan síga. Gangi þér vel.
ég er nú ekki ordinn trítugur enntá Hwarang minn, Slakadu adeins a einhverjum svona yfirlýsingum ! Og ég á alveg nóg eftir kallinn minn! Getur vel verid ad ég reyni líka ad komast inn á ólympíuleikanna 2012! Og af hverju eru menn eitthvad ordnir of gamlir tegar teir eru ordnir tritugir? Tad voru alveg to nokkrir sem komust inn á ólympíuleikanna sem eru ordnir yfir trítugt. Tad eru nú ýmsar ástædur fyrir tvi ad tad gekk illa á úrtokumotunum ad tessu sinni, og tad kemur aldri ekki neitt vid! En svona er lífid stundum gengur tetta og stundum ekki! Og ta geta menn annadhvort gefist upp eda bara komid aftur sterkari tilbaka.
Randy er oft nefndur sem gott dæmi um íþróttamann sem hefur getað haldið áfram að keppa á móti þeim allra bestu í sínu sporti þrátt fyrir “háan” aldur. Hann vann síðasta beltið sitt 43 ára gamall.
Þormóður er búinn að vera keppa á Super GP mótum út í Evrópu. Keppti m.a. á Paris Open fyrir nokkrum vikum og mig minnir að hann hafi keppt á Austria Open um þar síðustu helgi og keppt á heimsbikarmóti í Hamburg um þessa helgi. Vita má að samkeppnin á þessum mótum er gríðarleg og Þormóður þurfti að láta í lægri hlut á Paris Open. Veit hins vegar ekki hvernig honum gekk á Austria Open og Hamburg GP.
Hann er sá eini sem á séns því hann er sá eini (mér vitanlega) sem á eftir að keppa á einhverjum mótum sem notuð eru við gerð heimslistans. Reyndar keppti Jósep (-90) á HM og Anna Soffía (-70) á opna þýska, en þau duttu út í fyrstu umferð.
En þess má geta að Þormóður keppti í Prag í dag og vann eina glímu. En það dugir ekki til að fleyta honum langt upp heimslistann.
100 kg maðurinn sem þú talar um hefur ekki heilsu til að æfa eða keppa í þessum klassa. En hann stefnir á NM í vor.
Við eigum reyndar lítið notaðan og mjög öflugan 90 kílóa mann sem hefur enn möguleika á að gera stóra hluti í júdó. Þar á ég við Bjarna Skúlason. En hann hefur ýmsum öðrum hnöppum að hneppa í leik og starfi þessa stundina.
Já, tek undir með BS. En ég vissi reyndar af því að hann er afar upptekinn á mörgum vígstöðvum. Ég er hins vegar sannfærður um að 100kg maðurinn á eftir að gera góða hluti á NM í vor. ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..