Góðan dagin.
Ég er fjórtán ára gömul-að verða 15 ára.
Ég er alltaf að heyra þessar suddalegu sögur um nauðganirnar,hópnauðganirnar og barsmíðarnar.Bara alls kyns ógeð.
Það sem ég er að leita að er bardagalist sem ég gæti notað mér til varnar.
Ég var að æfa aikido,mjög nýlega hætt,og mér fannst ekkert gagn af því.
Ég er ekkert superfit en ég er ekki veltast um að fitu.Þolið ekki í það mesta en mér er sagt að ég sé mjög sterk.
Ég kíkti á mjölnir og leist andskoti vel á það,en staðsetningin er alveg hroðaleg fyrir mig.Ég er mjög smeyk við miðbæinn að kvöldi til,og æfingarnar eru um 18:leytið.
en ég er með hugan opin fyrir öllu,
ég er enn að íhuga staðsetningu Mjölnis.
Og svo yrði það líka alveg æði ef maður gæti notað frístundar kortið.
takk,
ykkar,
Berrrassagangur.
Bætt við 5. febrúar 2008 - 00:33
Þetta er ekki bara til að geta varið mig.
ég vil æfa eitthvað sem er hollt fyrir mann,heldur manni í formi og enn þá betra að ef það kennir manni að verja sig!