Eins og margir vita skrifaði Fighters Only tímaritið ansi skemmtilega um Gunnar í febrúarblaðinu og sem þakklætisvott sendi Mjölnir ritstjóranum, Hywell Teague, rauða Mjölnispeysu. Hywell sem er sjálfur fjólublátt belti í BJJ og certified þjálfari innan SBG (en hann býr í Manchester og hefur æft BJJ/MMA í rúman áratug) var að senda frá sér stutt myndband um æfingar með jafnvægisbolta og er að sjálfsögðu í Mjölnispeysunni á myndbandinu!

Æfingar með jafnvægis bolta eru bæði góðar og vinsælar meðal BJJ/MMA þjálfara sem nota þær mikið til að ná upp styrk, liðleika, jafnvægi og tilfinningu fyrir umhverfi sínu. Með því að nota óútreiknalegan hlut af þessu tagi geturðu á skemmtilega hátt æft hreyfingar sem þú notar t.d. í gólfglímu og bardaga. Þessar jafnvægisæfingar eru t.d. tilvaldar fyrir þá sem eru að æfa einir og fyrir þá sem eiga erfitt með að glíma vegna meiðsla.

[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=MuuanZoKsfs

Hér er veffangið hjá Fighters Only
http://www.fightersonlymag.com