Nokkrir punktar:
1. Ef þú ert kominn jafn djúpt inn í lásinn og konan á myndinni, er næstum því ómögulegt að sleppa, sér í lagi gegn góðum grappler, en það sem þú gætir reynt er að toga í VINSTRI hendina.
2. Þegar þú ert búinn að toga vinstri hendina í sæmilega fjarlægð frá hausnum þínum, byrjaðu þá að toga í HÆGRI hendina. Það sem þú ert að gera er að “afleysa” lásinn í öfugri röð en þá sem þú lentir í honum.
3. Til þess að sleppa frá þessari stöðu, þ.e.a.s. að vera með mann fyrir aftan þig og á jörðinni, prufaðu eitt af þessu (athugaðu að við förum mun nánar í þetta í Mjölni):
a) Gríptu í hægri úlnlið hans með báðum höndum og komdu hægri handlegg hans (öllum) vinstra megin við hausinn á þér. Næst skaltu snúa þér til vinstri í hálfhring þangað til þú snýrð að honum.
b) Annað sem þú getur reynt er að mjaka þér eins og ormur á bakinu þangað til þú nærð báðum öxlum þínum á gólfið. Ef axlirnar þínar eru á gólfinu, þá þýðir það það að andstæðingurinn þinn er ekki beint fyrir aftan þig (heldur við hliðina á þér) og getur ekki lengur kyrkt þig (til eru undantekningar en þetta er góð byrjun). Núna verður kapphlaup í það að komast ofan á andstæðinginn. Ef þú nærð því ekki, settu hann í “guard” (þ.e.a.s. vefðu löppunum utan um maga hans) og reyndu að vinna frá þeirri stöðu. Hún er talsvert betri en sú sem þú varst í.
Ég hef því miður ekki tíma til að fara út í fleiri smáatriði en þetta gæti komið þér að gagni. Við í Mjölni kennum þetta allt saman. Mundu að þegar þú ert í slæmri stöðu á jörðinni, hnipraðu þig saman (eins og að þér sé kalt), hafðu handleggi nálægt líkama og hreyfðu mjaðmir þínar eins og óður ormur þangað til að þú nærð annað hvort að komast ofan á eða setur hann í guard. EKKI reyna að halda utan um hann fyrr en þú ert kominn í yfirburðastöðu.
Kveðja,
Jón Gunnar.