Fyrst af öllu hef ég ekki hugmynd um hvað Taekwondo snýst um en af því sem ég hef séð er það aðallega stiga-tengt og þó taekwondo fólk hefur alveg gríðarlega öflug spörk, högg og standandi tækni þá skortir þá tæknir sem henta betur á jörðinni þar sem flestir slagir úti á götunni enda og því mæli ég eindregið með að þú æfir fleiri en eina bardagaíþrótt.
Sú blanda sem ég stefni að hefur mix af Brasilian Jiu-Jitsu (BJJ), Júdó, kickbox og ég gæti hugsað með mér að stunda taekwondo áður en langt um líður (ég hata þó öll köllin sem fylgja því þegar fólk skorar stig -_-) og mix af öllu þessu gæti ég eftir hugsanlega eitt eða tvö ár virkilega notað til að verja mig gegn “skítseiðum” Reykjavíkurborgar um helgar.
Vil benda á að ég hef æft flest af þessu í fjóra mánuði núna og ég hef tekið eftir gríðarlegum mun í getu minni til að verja mig gegn þyngri andstæðingum, ég get t.d. unnið (BJJ) glímu við vin minn sem er 20-25kg þyngri en ég en hann hefur aðeins æft 2-3 vikur.
Þú hefur um margar greinar að velja en sárafáar virka í flestum tilfellum svo þú skalt vanda val þitt :)
dannus hefur lokið máli sínu! og hann þakkar fyrir sig.
“Stupid is as stupid does.”