Það er kannski dálítið langsótt skýring, en ég held að sú staðreynd að Hollendingar voru svo mikil siglinga- og verslunarþjóð hafi eitthvað með það að gera. Þeir voru mjög virkir í viðskiptum í SA-Asíu og Indókína(nútildags Tæland, Víetnam o.fl. lönd), og örugglega þarmeð opnari fyrir svona spark-eitthvað heldur en hinn engilsaxneskt talandi heimur, sem að hefur einhvernveginn alltaf litið á það að sannir karlmenn berjist bara með hnefunum. Frakkar voru líka mjög mikið inni á kontór í þessum heimshluta, og þeirra sjómenn þróuðu fyrsta alvöru evrópsku sparkbox íþróttina, Savate. Þarf ekkert að segja mér að þeir sem kokkuðu það upp hafi ekki verið undir einhverjum áhrifum frá kínverskum, japönskum og Indókínverskum bardagalistum.