Sælt veri fólkið
Mér hefur alltaf þótt bardagalistir mjög spennandi en aldrei æft neitt
slíkt. Af þeim sjálfsvarnaríþróttum/bardagalistum sem ég hef skoðað
finnst mér sem Akido ætti einna best við mig, þessi hugmynd að nota
eingöngu sjálfsvörn finnst mér mjög spennandi. En þar sem ég hef ekki
hundsvit á þessu langar mig endilega að fá smá ábendingar um hvað
væri sniðugt að skoða og prufa. Hvað eru flestir að æfa og hverslags
eru slíkar íþróttir?
Kv
Sario