Sá hann á Fógetanum á Akureyrir árið 2002. Með skemmtilegri tónleikum sem ég hef farið á. Hver einasti drykkju- og ógæfumaður á stór-akureyrarsvæðinu druslaði sér upp úr ræsinu eina kvöldstund, fór í sparifötin og skellti sér á tónleika. Margir voru komnir á “fulli röflarinn sem er hársbreidd frá því að vera hent út” stigið áður en Stormsker steig einu sinni á svið.
Mjög skrítin stemning, en þegar meistarinn hóf upp raust sína þá skildi ég hvað málið snérist um. Ef Megas er skáld hins breyska listamanns sem fer í ræsið því hann er svo viðkvæmur, þá er Stormsker skáld hins breyska meðaljóns sem fer í ræsið því hann er svo mikill fokking aumingi. Og þannig fólk þarf sitt alþýðuskáld líka.