Rakst á þennan mikla eðal snilling á Bullshido

www.survivalguy.com


The Survival Guy has the Most Complete Curriculum in the World (you say, “yeah right”) I'll prove it to you Right Now ! Give me the name of any other dojo in the world that does this: Survival Skills for: weapon attacks, multiple attackers, home intrusions, car-jacks, bank hostage, hi- jacks, terrorists, psychos, nuclear, biological, chemical, and conventional warfare, enemy invasion of America and evacuation, dog attacks, medical problems, natural disasters, domestic survival, spiritual and mental survival.

Coach Jim, sem greinilega hefur tapað eftirnafninu í einhverjum af sínum gríðarlegu svaðilförum, er án efa harðasti naglinn í smíðabeltinu. Ekki spurning.

Ekki nóg með að hann sé afar lunkinn í allrahanda slagsmálum og barsmíðum, og tilbúinn að kenna þér gegn vægu gjaldi, heldur er hann einnig sérfræðingur í því að lifa af allar þær hamfarir sem hugsanlega geta dunið yfir Homo Sapiens, því hann hefur nefnilega marga fjöruna sopið í gegnum tíðina. Hvern langar ekki að læra hvernig á að lifa af jarðskjálfta, hryðjuverkaárásir og farsóttir?

Hér gefur að líta stutt yfirlit yfir þær lífshættulegu aðstæður sem þetta ofurmenni hefur tekist á við, og sigrað:

#
Permanent Nerve Damage

Extreme Neurological Pain (6 Months)

Borderline Heart Attacks

Major Convulsion (Almost Died)

Agony (4 Months)

Seizures

Severe Hypothyroidism (Nicknamed: The Silent Assassin)

Anatomical Thermostat Destroyed

Intense Disequilibrium

Mass Attacks

Weapon Attack

Dog Attack

Over 45 Doctors

Over 40 Different Pills

Time Spent at a “Last Chance Medical Clinic”

Greinilegt að einungis þeir allra, allra hörðustu gætu hugsanlega sloppið lifandi frá öllu þessu. Sérstaklega finnst mér aðdáunarvert að hafa náð að jafna sig á varanlegum taugaskaða, sem vestræn læknavísindi hafa hingað til talið að væri heilsukvilli sem erfitt væri að fást við(sem mig grunar að sé ástæðan fyrir því að hann er talinn “varanlegur”). Coach Jim er greinilega ekki einungis að ryðja nýjar brautir í sjálfsvarnarlistunum, heldur hlýtur Nóbelinn í læknisfræði að vera rétt handan við hornið. Annað eins eiga nú slíkir snillingar skilið.

En eins og flestir aðrir goðsagnakenndir bardagalistamenn er Coach Jim hógvær maður. Hann nefnilega básúnar ekkert sérstaklega á heimasíðu sinni sitt merkasta afrek. Það er ekki nema þú smellir á stundarskránni hans sem að gefur að líta eftirfarandi texta:
# SURVIVAL (Anything Goes Combat)> Survival Against: Car-Jacks, Hi-Jacks, Home Intrusions, Bank Hostage, Terrorists, Psychos, etc., -
# N-H-A (Non-Human Attacks)> Survival Against: Dog Attacks, Medical Problems, Earthquakes, Old Age & Falling Apart, etc.,

Já! Coach Jim(eða “Þjálfa” eins og ég kalla hann svona dags daglega) hefur afrekað það sem ekki einu sinni goðsagnakenndum hetjum á borð við þrumuguðinn Þór hefur tekist - að glíma við Elli Kerlingu og hafa betur. HVAR ANNARSSTAÐAR ER BOÐIÐ UPP Á SJÁLFSVARNARÞJÁLFUN SEM DUGAR GEGN SJÁLFUM MANNINUM MEÐ LJÁINN??? Hvergi spái ég.

Því legg ég hér með til að við Huga menn skjótum saman í púkk og splæsum í flugmiða fyrir þennan öðlingsdreng hérna upp á klakann. Ég veit fyrir mína parta allavega að ég er ekkert að yngjast, og þarf nauðsynlega á almennilegri tilsögn að halda gegn bæði Suðurlandsskjálftum og elliglöpum.

Stöndum saman og látum þetta gerast!!!