Jæja, nú reynir heldur betur á okkar mann því Gunni mætir Hollendingnum Niek Tromp á laugardaginn á Cage of Truth: Battle of the Bay í Dublin. Þetta verður aðalbardagi kvöldsins en Pólverji sem átti að mæta Niek Tromp er meiddur og Gunna var boðinn bardaginn í hans stað. Að Gunnari skuli hafa verið boðið að keppa í aðalbardaga (main event) sýnir að frábær frammistaða hans í tveimur síðustu keppnum, þar sem hann sigraði andstæðinga sína í 1. lotu, hefur vakið verðskuldaða athygli.
Komandi bardagi við Niek Tromp verður hins vegar vafalítið erfiðasti bardagi Gunnars hingað til því Hollendingurinn er enginn nýgræðingur í íþróttinni en Tromp hefur barist a.m.k. 17 MMA bardaga á ferlinum og hefur sigrað 15 þeirra. Hann hefur ekki tapað í tvö og hálft ár og unnið síðustu 12 bardaga í röð og a.m.k. 8 þeirra í fyrstu lotu. Töpin hans koma bæði á dómaraúrskurði, í júní 2003 og maí 2005. Allir sigrar hans nema einn eru á submission, flestir á armbar en einnig a.m.k. þrjú Triangle Chocke, tvö Guillotine Choke, Ankle Lock, Kimura, og önnur Choke. Einhverra hluta vegna virðist erfitt að nálgast video með Tromp en hér má sjá highlight video af Willy Ni sem Tromp sigraði nú síðast á þessu ári á armbar í 1. lotu. Tromp er reyndar að fara að berjast um Evrópumeistaratitil Shooto á móti í Belgíu 15. desember næstkomandi.
Gunnar dvelst nú við æfingar í Manchester á Englandi en bardaginn við Niek Tromp fer eins á áður segir fram í Dublin á Írlandi nk. laugardagskvöld.