Reglur fyrir gi-mót.

Setningarmót BJJ Sambands Íslands (BJÍ)


Stigagjöf.


Glímu getur ekki lokið með jafntefli. Úrslit glímu fæst með eftirfarandi leiðum:


1.

Uppgjöf – Submission: Munnlegri eða með því að slá út (tapout)
2.

Dómara brottvísun.
3.

Meðvitundarleysi – Ef að keppandi missir meðvitund vegna svæfingar.
4.

Stigum.
5.

Aukastigum.


Markmið með glímunni er að sigra með því að fá andstæðing til að gefast upp munnlega eða með því að slá út. Ef það tekst ekki innan keppnistíma þá eru talin stig fyrir mismunandi stöður sem keppandi nær sem eru tekin saman í lok glímunnar til að útkljá sigurvegara. Ef að þau stig eru jöfn þá er annar stigamælikvarði sem kallast aukastig en þau eru veitt fyrir að framkvæma tilraun til lásar sem tekst næstum því að ljúka glímunni. Vallardómari kveður á um hvort stig skuli veitt í glímunni. Refsingar eru líka veittar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum dómara eða gerast sekur um að draga glímuna á langinn eða tefja. Refsing felst í því að veita andstæðingi eitt stig eða ef keppandi gerist sífellt brotlegur að lýsa mótherja hans sem siguvegara eða vísa keppanda endanlega úr keppni.


Stig eru veitt fyrir eftirfarandi:


2 stig – Takedown, Knee on belly, Sweep.

3 stig – Guard pass.

4 stig – Mount, Backmount


2 stig: Að taka andstæðing niður – Takedown.

*

Ef þú kastar andstæðingi þínum á bakið eða tekur hann niður þannig að andstæðingurinn lendir á bakinu þá færð þú tvö stig.
*

Ef þú byrjar að taka niður andstæðing þinn en andstæðingurinn snýr stöðunni við í sömu hreyfingu þannig að sá sem hóf að taka andstæðing sinn niður lendir á bakinu, þá fá báðir keppendur tvö stig. Sá sem hóf takedown fær stig fyrir að ná andstæðingi niður og hinn fyrir að framkalla “sweep.”
*

Ef að sá sem hóf takedown og nær því og lendir í sömu hreyfingu strax í mount eða aðra yfirburðarstöðu þá fær sá keppandi einungis stig fyrir að ná andstæðingi sínum niður.


2 stig: Hné á kvið – Knee on belly / Kneeride.

*

Ef keppanda tekst að koma hnéinu sínu á maga andstæðings og halda því þar í öruggri stöðu í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá fær sá keppandi tvö stig.


2 stig: Sópa – Sweep.

*

Ef að keppanda tekst að snúa stöðu við þegar hann liggur á baki þannig að hann nái topp stöðu gagnvart andstæðingi sínum.
*

Til þess að öðlast stig fyrir sópun þá verður sá sem framkallar sópunina að tryggja topp stöðu sína. Það þýðir að einstaklingur sem er t.d. í bakvarðarstöðu nær að snúa andstæðingi sínum á bakið en andstæðingurinn stendur strax upp þá fær sá sem framkallar sópunina ekki stig.


3 stig: Að komast fram hjá bakvarðarstöðu eða guard – Passing the guard.

*

Ef þú kemst framhjá bakvarðarstöðu þá færð þú tvö stig.
*

Bakvarðarstaða er þegar annar keppandi er á bakinu og andstæðingur hans er með skrokkinn eða báða eða annan fótlegg sinn á milli fótleggja keppandans á bakinu eða stendur frammi fyrir keppanda á baki. Takist keppanda að komast fram hjá fótunum og sitja klofvega eða krosskviða yfir keppandann á bakinu þá fær hann 3 stig.
*

Ef keppanda tekst að komast fram hjá bakvarðarstöðu andstæðings síns og lendir strax í mount stöðuna þá fær sá keppandi einungis stigin fyrir að komast fram hjá bakvarðarstöðunni en ekki fyrir mount.
*

Til að fá stiginn þarf að tryggja stöðuna en það felst í því að ná stöðunni og halda örugglega í að minnsta kosti þrjár sekúndur.


4 stig: Að sitja klofvega yfir andstæðing – Mount.

*

Ef keppandi situr klofvega yfir andstæðingi sínum þá fær hann 4 stig.
*

Til að fá stiginn þarf að tryggja stöðuna en það felst í því að ná stöðunni og halda örugglega í að minnsta kosti þrjár sekúndur.


4 stig: Að ná baki með tveimur krókum – Backmount.

*

Ef keppanda tekst að tryggja stöðu sína á baki andstæðings með tveimur krókum þá fær hann fjögur stig.
*

Til að öðlast stigin þarf keppandi að tryggja stöðu sína með báðum krókum í að minnsta kosti þrjár sekúndur.


Aukastig:

Aukastig eru veitt fyrir að framkvæma lás sem tekst næstum því að neyða andstæðing til uppgjafar. Þessi stig eru talin sjálfstætt frá ofangreindi stigagjöf og geta einungis úrskurðað úrslit glímu ef að glíma endar án uppgjafar keppanda og almenn stigagjöf er jöfn eftir keppnistíma. Einungis eitt stig er veitt í hvert skipti.


Refsingar:

Refsingar eru veittar í hvert sinn sem að dómari telur að keppandi sé vísvitandi að draga glímu á langinn eða tefja glímu. Einnig er refsing veitt ef að keppandi neitar að fara að fyrirmælum dómara. Dómari hefur leyfi til að vísa keppanda úr keppni eða enda glímu hvenær sem hann telur þörf á því. Refsingar fara þannig fram að andstæðingur keppandans sem telst brotlegur í glímu fær eitt almennt stig bætt við stigagjöf sína.

*

Ef að keppandi er í ráðandi stöðu í glímu en er aðgerðarlaus þá getur valldardómari látið báða keppendur standa upp og hefja glímuna aftur.
*

Ef að vallardómari telur að keppandi sé sífellt að skipta um stöðu einungis til að safna stigum en ekki að reyna að vinna að því að ljúka glímu með lás þá getur valldardómari hætt að gefa þeim keppanda stig fyrir stöður í glímunni.



*

Markmið glímunnar er að ná að sigra með uppgjöf andstæðings. Keppandi má draga andstæðing sinn niður með sér í gólfið jafnvel þó að hann sé ekki að reyna að framkalla lás í þeirri hreyfingu. Keppandinn sem dregur andstæðing sinn með sér í gólfið verður þó að hafa grip á galla andstæðings síns.
*

Ef að keppandi reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið en missir gripið og lendir í sitjandi stöðu á gólfinu þá er það ákvörðun keppandans sem er enn standandi hvort hann ákveði að sækja að eða bakka en þá gefur dómari sitjandi keppanda merki um að standa upp.
*

Glímu telst lokið ef að keppandi gefst upp munnlega eða með því að slá sig út (tapout). Einnig telst glímu lokið ef að keppandi missir meðvitund vegna svæfingartaks.
*

Dómara-ákvarðanir eru endanlegar, óeðlileg afskipti af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa keppanda endanlega úr keppni með samþykki allra þriggja dómara (vallardómara og keppnisdómara).
*

Dómarar eru einn vallardómari og tveir keppnisdómara sem taka saman stig.
*

Ef að keppandi er staðinn að því að reyna óleyfilegt bragð þá er andstæðingi hans gefið eitt stig. Þessar reglur teljast sem upphafleg viðvörun og fær því keppandi ekki viðvörun þegar hann leyfir óleyfilegt bragð í keppni. Ef það er vafamál hjá keppanda um hvað sé óleyfilegt og leyfilegt skal hann spyrja dómara og starfsmenn keppninar út í það á fundi sem haldinn verður á mótsdag áður en mótið hefst. Nægur tími gefst þá til spurninga en einnig er hægt að skoða reglur um leyfileg og óleyfileg brögð sem fylgir með þessum mótsreglum.





Þyngdarflokkar og þátttökureglur.


Í karlaflokkum.

Plús 99 kílógrömm (+ 99 kg)

Mínus 99 kílógrömm (- 99 kg)

Mínus 88 kílógrömm (- 88 kg)

Mínús 81 kílógrömm (- 81 kg)

Mínús 74 kílógrömm (- 74 kg)

Mínus 67 kílógrömm (- 67 kg)


Í kvennaflokki.

Plús 57 kílógrömm (+ 57 kg)

Mínus 57 kílógrömm (- 57 kg)


*

Í karlaflokki og kvennaflokki er líka opinn flokkur sem er óháður þyngd þannig að allir keppendur geta sótt um keppnisrétt þar en skráning í þann flokk hefst eftir að keppni hefur lokið í öllum skráðum þyngdarflokkum. Einungis sextán geta skráð sig í þann flokk og hafa sigurvegarar skráðra þyngdarflokka forgang sækist þeir eftir þátttökurétt annars er það fyrstir koma fyrstir fá.
*

Mótshaldarar hafa leyfi til að fella þyngdarflokkar saman ef að keppanda fjöldi þykir takmarkaður í þyngdarflokkum. Aldrei skal þó fella saman fleiri en tvo þyngdarflokka.
*

Vigtun fer fram föstudagskvöldið fyrir keppnisdag og hefst hún klukkan 17:00 og stendur yfir til 20:00. Ekki þarf að vera í gi eða nokkrum fötum þegar vigtun fer fram.
*

Ef keppandi mælist í þyngri þyngdarflokk en hann hugðist keppa í þá hefur keppandi tækifæri til að nota tímann fram til 20:00 til að létta sig og ná í léttari þyngdarflokk.


Leyfileg og óleyfileg brögð.


Leyfileg brögð:

*

Öll svæfingartök, naktar (án fatnaðs) og með fatnaði.
*

Allir handarlásar, axlarlásar og únliðslásar.
*

Allir fótalásar sem eru ekki snúandi fótalásar.


Óleyfileg brögð:

*

Það má ekki kýla, sparka, bíta eða pota í líkamsop.
*

Það má ekki rífa í hár.
*

Það má ekki pota í sár eða vísvitandi valda skaða.
*

Það má ekki reyna að snúa háls í óþægilega stöðu (neck crank).
*

Það má ekki framkalla lása sem snúa upp á hryggjaliði.
*

Það má ekki framkalla snúandi fótalása að neinu tagi.
*

Það má ekki lyfta manni sem liggur á baki upp í loftið og skella honum í gólfið.


*

Það má vera að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og því skal spyrja út í vafamál með hvort eitthvað megi eður ei á fundinum sem verður haldinn á mótsdegi.
*

Dómarar áskilja sér rétt til að banna ákveðin brögð þó hafi ekki verið tilgreind á ofangreindum lista.
*

Það er ítrekað við keppendur að sýna ávallt íþróttamannslega hegðun og er reiknað með því að keppendur hafi vit og þekkingu til að framkalla ekki aðgerðir sem líklegt er að valdi líkamlegum skaða.
*

Ef að dómari telur að keppandi hafi brotið að sér með því að stofna vísvitandi til líkamsskaða á öðrum keppanda þá skal þeim keppanda umsvifalaust vísað úr keppni.
Stjórnandi á