Reyndar þá voru allar glímurnar sem áttu sér stað á undan þessari “shoots”, þ.e ekta. Angle er náttúrulega einnig fantagóður Freestyle wrestler og í þessum þætti Tough Enough þá átti Angle að taka þessa nýliða og pakka þeim saman. Allir nema Puder höfðu engann bakgrunn í neinum lifandi bardagalistum þannig að Angle pinnaði þá frekar auðveldlega.
Puder fannst Angle koma illa fram við strákana með því að fara frekar óvarlega með þá, og ákvað að taka á móti Angle af fullum krafti þrátt fyrir að hann yrði örugglega húðskammaður fyrir að grafa undan ímynd eins vinsælasta wrestlersins í WWE.
Jafnvel hardcore prowrestling aðdáendur hafa gagnrýnt Angle og dómarann fyrir hvernig þeir tóku á þessu máli - í “shoot” eiga lásar að vera leyfilegir, og Puder var ekki 100% “pinned”.
Angle var bjargað af dómaranum til þess að varðveita status hans, og Puder var refsað grimmilega fyrir þessa óhlýðni og á endanum hrakinn frá fyrirtækinu með einelti og leiðindum.