Ég byrjaði í aikido fyrir þremur vikum. Þar er okkur kennt að beita lífkraftinum á magnaðann hátt. Þetta er alveg magnað, maður lærir að beita orku andstæðingsins gegn honum sjálfum og þannig láta högg hans beinast frá þér án þess að þau hitti þig nokkurntíma. Einnig snýst þetta um að skaða ekki andstæðinginn né sjálfan þig í bardaga, sem ég tel mun betra en t.d. box þar sem menn stórskaða sig á venjulegum æfingum. Ef til dæmis maður mætir jujitsu manni sem reynir að taka lása á mann þá get ég alltaf sveigt mig frá, líkami manns verður sem vatn sem ekki er hægt að beisla. Ef þið vitið ekkert um aikido þá er t.d. steven seagal að æfa aikido og er meira að segja meistari í listinni. Þessi sjálfsvarnarlist er gjörólík öllum öðrum og er í raun and-bardagalist, þar sem hún snýst ekki um að látta höggin dynja heldur að koma í veg fyrir að þau verði nokkurntíma að veruleika og allur bardaginn endar í núlli, enginn skaði skeður aðeins standa eftir tveir menn sem eru staddir á sama stað og áður. Allt verður hlutlaust og e.t.v. sjá mennirnir þá að slagsmál séu ekki leiðin þar sem bardaginn endar og byrjar á sama stað, byrjar í hlutleysi og endar í hlutleysi. Lífsmátti og heimspeki sem flestir ættu að tileinka sér. Ef maður bara sér heildarmyndina klárar slagsmálin í huganum áður en þau gerast, leysa verkefnið ekki með hnefum heldur heilanum og lífskraftinum að vopni. Mig langar svo líka að vita hvort einhver hefur séð einhvern nota aikido í ufc. Hef reyndar aðeins horft á um fimm keppnir en getur einhver sagt mér hvort einhver aikido kappi sé að koma með þessa hugsjón í keppnina?
Bætt við 13. nóvember 2007 - 12:41
Voðalega eru allir hrokafullir á þessum vef! Ekkert er tekið alvarlega annað en þessi mma týskubylgja. Aðrar bardagalistir hafa verið til í þúsundir ára og fólk þykist geta bara afneitað þeim á einu bretti því það sér einhverja sveitta gæja í þröngum nærbuxum nudda sér saman í sjónvarpinu. Þetta áhugamál heitir bardagalistir, það hlýtur nú einhver hérna að geta rætt eitthvað um bardagaLISTIR!