Djöfull er ég ógeðslega ósáttur við þetta. Það er verið að “prómóta” MMA sem íþrótt þar sem íþróttamenn keppa og þá kemur einhver bíómynd sem fjallar um hvað MMA menn séu miskunnarlausir og séu til i að drepa fyrir pening og frægð.
LOL@Gary Busey…gott credibility þar. Fer örugglega beint á video.
Eina MMA myndin sem er í farvatninu sem ég hef einhverja trú á er Red Belt. David Mamet er háklassa leikstjóri og með betri handritshöfundum í bransanum.
Ég held að það sé alveg augljóst að Red Belt mun verða svoleiðis mynd…David Mamet er nafntogaður bæði í Hollywood og leikhúsheiminum fyrir að vera sérfræðingur í einföldum en raunsæjum dialog…er virkilega spenntur hvernig hans nálgun á MMA verður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..