OK…þetta er það sem við vitum um Jóhann so far…
Jón Viðar kannast aðeins við hann í gegnum lögreglustarfið, og hafði þetta að segja á Mjölnisspjallinu:
Jóhann er búinn að vera í námi í Bandaríkjunum í einhvern tíma, þar lærði hann tæknirannsóknir fyrir lögregluna. Á meðan hann var úti æfði hann eitthvað þrýsti punkta karate (sem ég hef ENGA trú á frekar en öðru TMA) og BJJ. Á því sem ég best veit þá er hann ekki með neina gráðu úr BJJ. Einnig tók hann kennsluréttindi í G.R.A.P.L.E. og er það eitthvað sem ég myndi vilja sjá þótt að Luis G. hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af því fyrir lögreglumenn.
En Jóhann er mjög fínn kall og á örugglega eftir að gera eitthvað gott fyrir BJJ á Íslandi. Hef boðið honum á æfingar hjá okkur, en hann hefur ekki ennþá komist Undecided
Ég vona að honum gangi bara sem allra best með sinn klúbb. Ef hann skildi svo fá þessi stóru Graice nöfn hingað til Íslands þá myndi ég hiklaust mæta Grin
Þannig að Jóhann virðist ekki vera með neitt belti í BJJ sem slíku(ekki það að það segi neitt eitt og sér, margir fantagóðir grapplers eru ekkert að spá í að ná sér í belti, Randy Couture t.d er skv. Matt Thornton solid fjólublátt/brúnt belti í BJJ, en bara bað aldrei um að fá gráðun meðan þeir æfðu saman)
Aftur á móti er Jóhann certified GRAPLE þjálfari, sem er prógramm sem nokkrir Gracie menn settu saman sem sérsniðið að þörfum lögreglumanna. Aftur á móti eru svipaðar reglur um GRAPLE og ISR-LE kerfið sem J.V og Danni Greatness eru að kenna, þ.e að það má ekkert hver sem er sitja þau námskeið:
Who can take the G.R.A.P.L.E.® program?
Any active law enforcement or military personnel are eligible to participate in the G.R.A.P.L.E.® course. Proof of current active status is required.
Þannig að þeirri þekkingu er stjórnað frekar strangt.
Ég efast samt ekki um að hr. Jóhann kunni alveg nóg í BJJ til að kenna algerum byrjendum alveg helling…