Þetta snýst ekkert um að metast neitt…snýst einfaldlega um það að ákveðnir “stílar” geta aldrei staðið við það sem þeir segjast geta kennt.
Einhverra hluta vegna fá bardagalistir alltaf frípassa hvað þetta varðar. Það er nákvæmlega engin neytendavernd. Ímyndaðu þér ef þú færir í ökuskóla þar sem ekki einn einasti útskrifaði nemandi gæti stigið upp í bíl og keyrt hann skammlaust…í fyrsta lagi myndi enginn heilvita maður læra að keyra þar, heldur myndu yfirvöld sækja viðkomandi kennara til saka fyrir að vera að kenna bölvaða vitleysu.
Hver sem er getur útnefnt sig bardagalistakennara, og enginn segir neitt við því, þar sem það er ekki verndað starfsheiti eins og t.d múrari eða pípulagningamaður. Samt leitar fólk til þessara manna í von um að læra að verja sig. Eina vörn viðskiptavina í leit að góðri þjálfun er “Caveat Emptor”, sem almennt séð er ekki talin vera haldbær vörn gegn því að selja ónýtt drasl í dag, og hefur ekki verið í alda raðir.