Fight Science er klukkutímalangur heimildarþáttur og teknar eru helstu bardagalistirnar, Taekwondo, Jujitsu, Ninjitsu, Muya Thai, Box, Karate, Kung Fu og allskyns vopnaburðalistir (boga, spjót, sverð og fleira) og síðan eru verkfræðingar sem vinna við að rannsaka skaða á mönnum í árekstraprufum og þeir eru með tugi milljóna króna “crash dummy” til að rannsaka kraft og orku höggsins sem þeir framkalla. Síðan setja þeir þá í búning sem nema allar hreyfingar og hraða og svoleiðis.
Síðan taka þeir nokkra þeirra og rannsaka “legend” trick hjá þeim til að athuga það vísindalega hvort þau virka eður ei t.d er sagt að Sannur bardagamaður getur slegið á hraða snáks og þeir sönnuðu að Kung Fu listamaðurinn sló á þreföldum hraða slöngu og að þjálfaður Taekwondolistamaður var búinn að slá markmið sitt þegar óþjálfuð manneskja er fyrst að taka eftir ljósinu (Þeir settu upp svona tæki sem blikkaði ljósum og gæinn átti að berja í púðann þegar ljósið kviknaði hjá honum.
Endalaust mikið svona, ég fékk þetta á piratebay.org WORTH THE WATCH, geggjað skemmtilegt og fróðlegt sérstaklega fyrir þá sem stunda þetta :-)
Bætt við 22. október 2007 - 22:34
Worth að segja að þeir sönnuðu að þessi “Deathblow” högg hjá vel þjálfuðum Ninjitsu iðkendum virka og þeir útskýra nákvæmlega afhverju högg á þennan litla stað getur drepið þig. Get sagt þér meira um þetta ef þú vilt.