Jæja, enn sannast að allt getur gerst í MMA og bilið milli manna minnkar dag frá degi. Ég var all svakalega ánægður með SBG (fyrir þá sem ekki vita þá er Mjölnir SBG á Íslandi) drenginn Forrest Griffin og sigur hans á Shogun. Tek það fram að Shogun var alltaf í smá uppáhaldi hjá mér í Pride en hann kom gjörsamlega óundirbúinn í þennan bardaga og gasaði strax í annarri lotu.
Chuck Liddell gat ekki blautan og alveg ljóst að stjarna hans er fallandi. Hvernig getur maður sem hefur unnið Randy tapað gegn Keith Jardine?!!! Þó það hafi verið á stigum þá var þann svo sannarlega sanngjarn sigur Jardine og mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvernig einn dómarinn gat gefið Liddell sigur í þessum bardaga.
Sennilega er það sami dómari og skoraði 30-27 fyrir Jon Fitch í bardaganum gegn Diego Sanchez. Það sáu allir að Sanchez gjörsigraði síðustu lotuna en ég var nokkuð ánægður með að Fitch skyldi ná þessu, og sennilega voru það rétt úrslit en bardagainn var geysijafn.
Tyson Griffin vs Thiago Tavares var að mínu mati bardagi kvöldsins og Tyson Griffin er um það bil að vera einn minn uppáhalds MMA fighter í dag. Allir bardagarnir hans er hrein og tær skemmtun og þessi var enginn undantekning á því. Jafn og skemmtilegur bardagi en Griffin vann á stigum.
Horfði á þetta á Kebabhúsinu við Grensásveg sem ætlar að sýna UFC framvegis þá sunnudaga sem Bravo sýnir keppnina.