Kinsey könnunin var merkileg fyrir þær sakir að hún var fyrsta virkilega yfirgripsmikla könnunin á kynlífsvenjum bandaríkjamanna, og olli gífurlegu fjaðrafoki þegar hún kom út þar sem hún leiddi í ljós að kynhegðun þegnanna var ekki í neinu samhengi við almennt viðurkenndar hugmyndir um hvað “meirihluti landsmanan” hefði gaman af, þ.e trúboðinn í hjónabandi….
http://en.wikipedia.org/wiki/Kinsey_ReportsÞað má endalaust deila um hvort að tölfræði Kinsey sé innan skynsamlegra skekkjumarka - öll tölfræði snýst um að álykta um einhvern hóp(þýði) með því að stúdera hluta hans(úrtak) - ákveðin stærðfræðileg prinsipp segja samt að á meðan úrtakið er nægilega stórt þá geti það spáð fyrir um eðli þýðisins.
Engar rannsóknir hafa fundið fylgni milli þeirra sem haka við “crossdresser” og “samkynhneigður” á sjálfsprófum - þ.e, hluti samkynhneigðra karlmanna er einnig crossdressers, en ekkert þannig séð úr takti við fjölda þeirra í samfélaginu - þarafleiðandi leiðir eitt ekkert endilega til annars, þó svo að báðir eiginleikar geti svo sannarlega átt við einhverja sérstaka manneskju.