Þú getur æft í Pumping Iron, þar eru bæði box og kickbox tímar. Hef reyndar aldrei stigið þar inn fæti sjálfur, þannig að ég get ekkert sagt um gæði kennslu þar á bæ. Ef að Viggó er að kenna KB tímana þá eru þeir örugglega fínir, þar sem hann er fjandi flinkur í hringnum, allavega þegar ég sá hann rústa einhverjum breta í Valsheimilinu fyrir nokkrum árum.
http://www.pumpingiron.is/thjonusta.htmSvo eru líka MMA Kickbox tímar í Mjölni, þar er reyndar æft meira með MMA í huga, þ.e gert ráð fyrir að menn verði að passa sig á takedowns og svoleiðis. Þar get ég vottað fyrir að solid menn eru að kenna, Jón Viðar og Viktor ásamt fleiri öðlingsdrengjum.
Veit ekki hvort að það séu einhverjir fleiri staðir sem að gefa sig út fyrir að kenna kickbox…man allavega ekki eftir neinum í augnablikinu.