Get hreykt mér af því að hafa verið á staðnum, helvíti gaman.
Gáttaður á því að fleiri íslendigar skuli ekki hafa drullað sér á svæðið, flott card og góð stemming. Couture, St Pierre, Brandon Vera ofl voru þarna og duglegir að kynna sportið. Mæli með að allir prófi þetta.
Varðandi bardagana þá var ég gáttaður á Hamil vs. Bisbing, greinilegt að dómararnir voru í bullinu og flestir í salnum á því miðað við viðbrögðin á fólkinu í kringum mig.
CC vs. Kongo….Króatinn er ekki að virka í Átthyrningnum og var yfirbugaður af betri manni þetta kvöldið, hugsa að hann fari að hætta þessu. Mér sýndist clinchið fara illa með hann og hann virkaði mun þreyttari eftir allar loturnar. Það voru allir að bíða eftir einhverju frá honum sem kom svo aldrei, maður vorkenndi “greyinu” þegar ljóst var hvert stefndi.
Undercardið var skemmtilegt og í rauninni bara einn leiðinlegur bardagi að mínu mati, Gleison Tibau vs. Terry Etim
Hafði mest gaman af aðalbardaganun og Marcus Davis var sprækur, Houston Alexander líka….og Jess Liaudin og Dennis Siver….og Thiago Silva vs Tomasz Drwal..dammit þetta var gaman. Drullið ykkur á næsta UFC.