http://blog.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog&pop=1&indicate=1
Bætt við 6. september 2007 - 22:57
Hún Auður Olga er fyrsti kvenkyns fighterinn sem svarar þessum spurningum hjá okkur og svona ljómandi vel líka.
Nafn: Auður Olga Skúladóttir
Aldur: 22 ára (fædd 1985)
Staður: 101 Vesturbærinn.
Hvaða bardagalistir hefur æft?: Karate, BJJ og smá MMA
Hvað leggur mest áherslu á núna?: BJJ
Hvað æfiru oft í viku?: Í augnablikinu æfi ég BJJ þrisvar í viku og svo er ég líka í kettlebells þrisvar í viku.
Hvar æfiru helst?: Í Mjölni
Ertu á ströngu mataræði?: Ég reyni að borða hollt og reglulega, borða tímanlega fyrir og eftir æfingar. En svo hef ég nammidag einn dag í viku.
Hver er þín sterkasta hlið í bardagalistum?: BJJ því ég hef mestan áhuga á því og hef verið að leggja mesta áherslu á það undanfarið.
Hvaða hlið mættiru leggja meiri áherslu á?: Mig langar að leggja meiri áherslu á MMA. Ætla að byrja að æfa meira no-gi og clinch til að byrja með.
Hefuru lent í alvarlegum meiðslum:? Nei
Hver er þinn uppáhalds fighter?: Ég fylgist ekki mikið með erlendum fighterum þótt maður komist ekki hjá því að vita eitthvað um þá frægustu þegar maður hangir mikið með Mjölnisfólkinu (þ.e. mjölnisstrákunum. hehe). Fyrst var Shogun uppáhalds fighterinn minn, en það var bara því mér fannst hann svo sætur. Núna er uppáhalds fighterinn minn Árni Ísaks.
Afhverju er hann eða þeir/þær í uppáhaldi hjá þér?: Ég þekki hann sem þjálfara og vin og ég dáist að hvað hann er einbeittur og duglegur að æfa. Það kemst enginn upp með neina leti á æfingum hjá honum. Svo finnst mér gott að fá ráðleggingar hjá honum í sambandi við æfingar og líka svona motivation hluti. Hann fær mann til að langa að æfa alla daga!
Hefuru keppt erlendis? ef svo er í hverju og hvernig gekk?: Ég hef keppt erlendis í karate, bæði kumite og kata. Ég hef tvisvar unnið til verðlauna á katamóti í Svíþjóð (brons og silfur) og svo vann liðið mitt brons í liðakeppni í kumite á norðurlandameistaramóti í Finnlandi.
Hefuru keppt hérlendis? ef svo er í hverju og hvernig gekk?: Ég hef oft keppt í karate (kata og kumite) hér heima og unnið ýmsar medalíur. En ég var í shotokan karate í 10 ár og man þess vegna ekki eftir öllum þeim keppnum sem ég hef tekið þátt í. Svo hef ég keppt þrisvar í BJJ/grappling eftir að ég byrjaði í Mjölni. Ég vann kvennaflokkinn á Mjölnir open í vor en það er no-gi mót, ég vann gull á BJJ móti Mjölnis í nóvember og vann silfur í no-gi innanfélagskeppni Mjölnis í október.
Gi eða nogi:? Gi
Standup eða Ground:? Ground
Hver eru þín helstu markmið næsta árið?: Að vera dugleg að æfa í Mjölni og taka þátt í þeim keppnum sem verða í boði hér heima og jafnvel reyna að fara eitthvað út að keppa. Ég stefni á að fara út til Svíþjóðar með Sólveigu (sem æfir líka í Mjölni) í október að keppa á Scandinavian open í BJJ.
En næstu 5 árin?: Ég er ekki að hugsa svona langt fram í tímann en ég veit að núna hef ég brennandi áhuga á að æfa BJJ og vona bara að ég muni halda því áfram næstu árin.
Eru hefðbundnar bardagalistir að deyja út?
Ég held að þær séu ekki að deyja út (ekki strax allavega) en það er augljóst að fleiri og fleiri eru að fatta MMA. T.d. eru margir sem hafa áður verið í hefðbundnum bardagalistum að byrja að æfa MMA og BJJ, bara eins og margir af Mjölnismönnum. Svo að ég myndi segja að MMA eigi eftir að taka yfir en ég held að það muni alltaf vera fólk sem kýs frekar að stunda hefðbundnar bardagalistir. Sumir sem eru kannski ekki að fatta hvað MMA er sniðugt og skemmtilegt (eða vilja það ekki) og sumum hentar bara betur að æfa hefðbundnar bardagalistir. Það eru ekki allir að æfa bardagalistir vegna sjálfsvarnar, sumir vilja bara fá góða líkamsrækt og hobby.
Hvernig sérðu fyrir þróun bardagalista á Íslandi næstu 5árin?:
Eins og ég sagði áðan þá held ég að MMA eigi eftir að aukast og þróast mikið næstu árin og í kjölfar eigi hefðbundnar bardagalistir eftir að minnka.
Hvernig líst þér á Icelandic Fighters hugsunina?: Mér líst prýðilega á hana! Gaman að sjá svona síðu þar sem fólk sem æfir bardagalistir getur spjallað og fræðst um hitt og þetta varðandi bardagalistir. Og ég vona að þessi síða eigi eftir að fá bardagafólk til að vinna og æfa meira saman.
Eitthvað að lokum?: Til hamingju með síðuna og vonandi verður hún til þess að fleiri fái áhuga á að æfa bardagalistir.
Og að lokum óska ég eftir að fá fleiri stelpur til að æfa í Mjölni!!!
Stjórnandi á