Svona til að gefa þér allavega eitt alvöru svar, ef haldin væri MMA keppni hér á landi eftir gamla UFC kerfinu, s.s 8 manna útsláttur einungis með innlendum keppendum þá fer svarið einungis eftir einu - hvort að Árni Ísaks væri orðinn góður í hnénu og fær um að keppa aftur.
Ef hann væri með þá myndi hann, að öllum öðrum bardagakempum landsins ólöstuðum, taka þetta á reynslunni einni saman. 10 MMA bardagar telja alveg svakalega, sérstaklega þar sem hann hefur unnið 3 bardaga á einu kvöldi áður.
Ef Árni væri ekki með þá er eftitt að segja, það eina sem heldur aftur að mér að segja Gunnar Nelson er að hann er svona frekar í minni kantinum og ég veit ekki nógu vel hverjir væru líklegustu keppinautarnir hans. En nógu er drengurinn góður til að vinna, sérstaklega ef andstæðingarnir væru í svipuðum þyngdarflokk og hann.