Sæll Freestyle,
Ég verð nú að vera ósammála þér þessari yfirlýsingu.
Freestyle
það er ekkert að því[að taka inn stera á réttan hátt]*.
Mér finnst nú vera talsvert mikið að því að brengla með hormóna starfsemi sína. Til dæmis tókstu gott dæmi í byrjun svars þíns þar sem þú talaðir um glímumann sem sterar að öllum líkindum leiddu til dauða. Maður getur tekið inn stera “rétt” og kannski komist undan einherjum aukaverkunum. Hins vegar hefur steranoktun alltaf einhver neikvæð áhrif á mann. Má sem dæmi nefna að náttúruleg framleiðsla líkamans á testósteron bælist.
Það er staðreynd að íþróttir í dag eru uppfullar af ólöglegri lyfjanotkun. Skemmst er að nefna Tour de France þar sem umræða er í gangi um að leggja keppnina niður vegna lyfjanotkunar. Menn eru tilbúnir til þess að ganga það langt í íþróttum í dag að fórna líkama sínum eins og hann leggur sig. Íþróttir eiga vera til þess að byggja upp fólk og styrkja það ekki til þess að skemma það. Þannig finnst mér að íþróttir á toppstigi hafi misst sinn upprunalega tilgang sökum óhóflegs metnaðs og samkeppni sem leiðir fólk á þá braut að svindla sér til sigurs, á kostnað heilsu.
Að mínu mati ættu íþróttir að vera eins og þær voru fyrir tíma lyfjanotkunarinnar. Ég er sammála Paul Cribb, að þó að maður geti fyllt sprautu af sterum þá fyllir maður ekki sprautu af gáfum og góðum karakter.
Ég mæli endilega með því að menn lesi greinina eftir hann. Þar svarar hann spurningunni um notkun stera á hreinskilnislegan og opinn hátt:
http://www.ast-ss.com/dev/qa_search/full_text.asp?ID=1738Ég skil samt sjónarhorn þitt mjög vel Freestyle. Maður spyr sig, ef flestir aðrir eru á lyfjum í íþróttum af hverju ætti maður þá sjálfur ekki að taka inn lyf. En mér finnst þetta vera neikvæð þróun sem þarf að sporna við.
Bestu kveðjur,
Khan
*Tók því sem að þú meintir þetta á þennan veg. Endilega leiðréttu mig ef ég hef misskilið.