Það var nokkuð ljóst að Koscheck/GSP færi í decision - þeir eru það jafnir að hæfileikum, og hvorugur með mikinn KO power eða neitt svoleiðis. Þannig að ég var nokkuð viss fyrirfram að sigur réðist í “octagon control” hlutanum, þ.e hvort gæti stýrt bardaganum. Og það var GSP.
Randy er náttúrulega bara rugl. Það er ekki hægt að segja neitt annað. Gonzaga er ekkert djók, þó að margir eigi örugglega eftir að dissa hann og segja að hann hafi bara verið heppinn á móti Crocop. Hefði verið gaman að sjá hvað hefði gerst ef nefbrotið hefði ekki átt sér stað, alltaf leiðinlegt þegar eitthvað svona óhapp hefur mikil áhrif á úrslit. Gonzaga var alveg að hanga með Couture fyrir brotið og Couture viðurkenndi að hafa séð smá stjörnur eftir eitt höggið frá “Napao” í fyrstu lotunni..en eitthvað segir mér að Randy hefði unnið samt.
Varð frekar svekktur að Cote, meðalmennskan uppmáluð hafi náð að rota Kendall Grove, sem ég bind miklar vonir við að eigi eftir að gera góða hluti í 185 punda flokknum á næstu árum. En fregnir fyrir bardagann hermdu einmitt að Grove væri aaaaðeins of chillaður á því, viku fyrir viktunina þá mætti hann á æfinu með splunkunýtt húðflúr til dæmis, sem sýnir kannski að menn eru ekki alveg með rétta hugarfarið.