Það er ekkert vitlaust að geyma lásana þangað til menn eru komnir á aldur, hvar þú nákvæmlega dregur línuna er náttúrulega álitamál, en krakkar geta lært alveg helling bara á því að glíma upp á “position”.
Best að einbeita sér bara að fastatökum og að koma sér úr einni stöðu í aðra.
P.S: Ef þú ert að spá í að kenna krökkum BJJ, þá mæli ég með að þú myndir renna yfir kennslumyndband sem heitir “Play as the way”. Held að einhverjir Mjölnismenn lumi á eintaki af því, annars er hægt að nálgast það hér:
http://www.onedragon.com/prod_paw_video.shtmlLouis Gutierrez hefur unnið algert þrekvirki í að búa til þetta MMA/BJJ kennsluprógramm fyrir börn, og ég held að hann fari yfir málefni tengd spurningunni þinn á PAW 1.