Námskeiðið er 8 tímar í heild sinni og skiptist það jafnt á báða dagana. Frá kl. 13:00-17:00.
Verð fyrir námskeiðið er 7.500 krónur.
ISR-Matrix er handtökukerfi sem er í stöðugri þróun og er notað af lögreglu og dyravörðum í Bandaríkjunum og víðar.
Til nánari glöggvunar á ISR-Matrix er bent á:
http://www.isrmatrix.org
Þáttakendur þurfa að hafa með sér:
1) Íþróttaföt sem má rífa í. Það er tekið hressilega á í tímunum svo verið í fatnaði sem má fórna. Þeir sem eiga júdó jakka eru hvattir til að taka þá með. Eins væri gott ef einhverjir sæu sér fært að taka með sér gallabuxur.
2) Annað sem gæti verið gagnlegt að hafa með: tannhlíf, íþróttaskel, boxhanskar.
3) Við getum því miður ekki leyft skó í salnum svo þáttakendur þurfa að vera berfættir
Skráning er í síma: 661-2599: Daníel eða e-mail: daniello@mi.is
Kennarar á námsskeiðinu eru Jón Viðar Arnþórsson og Daníel Örn Davíðsson. Báðir hlutu kennsluréttindi í ISR-Matrix árið 2006.
*************************