Eitt gerðist í mars sem ég bara get ekki hætt að hugsa um.. þetta finnst mer sökka mjög mikið af því mér finnst þetta vera mjög neyðarlegt mín vegna og móðgun við sjálfann mig.
Margir útskrifta nemar, uþb. 10 þúsund stykki fara alltaf niður í Stavanger hérna í Noregi að halda uppá það að þeir séu loksins að verða búnir með menntaskólann. Ég ætlaði að hitta nokkra vini mína á bensínstöðinni sem var um 3km í burtu.. Þess vegna fór ég aðeins styttri leið sem var dálítið afskektt í skógarhverfi. Ég var alveg einn á ferð og ég sá engann í kringum mig fyrir utan 2 gaura sem sátu á bekk aðeins lengra í burtu. Ég var með bakpoka fullann af bjóri sem ég ætlaði að drekka og þegar ég var rétt kominn framhjá þeim tók ég upp bjór frá bakpokanum. Allt í einu komu þessir tveir gaurar að mér og réðust á mig. Ég var í flíspeyjsu sem var mjög einfalt að ná taki á þannig að sá einu hélt höndunum mínum föstum og hinn byrjaði að kýla mig og reyndi að fara í clinch við mig og hnjéa mig í magann. Ég hafði bara drukkið 2 bjóra og má eiginlega segja að ég hafi næstum verið edrú.
Ok.. Núna þegar þeir voru að berja mig, hefði ég nátturulega átt að vera búinn að gera eitthvað. En ég náði ekki að hugsa, þótt að ég væri næstum edrú! Þetta gerðist allt svo skyndilega að ég náði ekki að bregðast við! Síðan hugsaði ég með mér: ég er einn í afskekktu svæði, þeir eru tveir. Hvað ef að eitthvað skyldi gerast? Kannski að þeir myndu ná mér niður í jörðina, rota mig þar af því ég hef nánast enga reynslu á jörðina, eða bara einfaldlega rota mig af því ég gat ekki haldið fjarlægð af því sá eini hélt mér föstum og hinn var að reyna að kýla mig? Eða að þeir skyldu vera svo sjúkir að draga upp hníf eða eitthvað? Þá væri ég búinn að vera af því að enginn var var í kringum mig nema þeir tveir.. Hver veit hvað fólk getur fundið uppá?
Sú hugsun hræddi mig aðeins af því að ég hafði ekki tíma til að hugsa þannig ég ákvað bara að forðast hendurnar og hnjánna og bíða eftir tækifæri til að hlaupa í burtu. Af því að ég vissi ekkert hvað gæti gerst þorði ég ekki að reyna að gera mótstöðu til að gera þá ennþá brjálaðra þannig að ef þeir skyldu ná mig niður og ná að berja mig að þeir myndu ekki hætta áður enn ég væri næstum því dauður eða eitthvað. Ég meina.. maður veit aldrei.
Þannig að eftir svona eina mínutu eða meira, leit út fyrir að þeir væru ordnir verulega þreyttir á þessu, þannig ég greip tækifærið og hljóp í burtu og gleymdi nátturulega bakpokanum sem að ég missti þegar þeir réðust á mig..
Þegar ég var kominn á bensínstöðinni sagði ég vinum mínum frá hvað hefði gerst og þeir voru mjög hissa vegna þess að þeir vita að ég góður í boxi og kickboxi.. : “Ha.. afhverju lamdirðu þá bara ekki”?
Ég he sífellt verið að spyrja sjálfann mig þessa spurningu: “Afhverju tók ég þá bara ekki”? Ég veit ég hefði getað gert það, þó að þeir voru tveir og á svipuðum stærð og ég.. Mér finnst þetta vera neyðarlegt vegna þess að ég er ekki persóna sem að læt fólk komast upp með að ráðast á mig, og ég alltaf gert eitthvað tilbaka þegar er ráðist á mig, þó að séu fleiri, en þá hef ég alltaf fundið á mér að eitthvað sé að fara að ske.
Þannig að ég spyr ykkur, hvað hefðu þið gert? Hefði ég átt að reyna að gera mótstöðu, semsagt að taka þá? Ég var verulega fínn eftir að þetta gerðist, ég held að gaurinn sem var að kýla hafi bara náð þremur, mjög lélégum höggum á mig þannig að það sást ekkert á mér og ég fann alls ekki neitt til, þess vegna er ég svo viss um að ég hefði getað gert þetta! En ég bara get ekki hætt að hugsa um þetta af því að þetta er bara ekki ég að láta fólk reyna að berja mig án þess að gera neitt tilbaka! Shit hvað þetta er böggandi, ég læt þetta aldrei gerast aftur.
Bætt við 10. ágúst 2007 - 21:00
Fyrirgefið að þetta sé dálítið langt hjá mér, en ég bara varð að fá álit á þessu frá einhverjum sem hefur “vit” á þessu, og hafa kannski verið í sömu stöðu og ég. Er leiður orðinn leiður á að heyra “Ég skil ekki afhverju þú lamdir þá ekki” frá vinum mínum.
Og afsakið íslenskuna mína ef hún er léleg, bý í noregi! (^^,)